Innlent

Fullir pallar í ráðhúsinu

Þétt setinn bekkurinn í ráðhúsinu.
Þétt setinn bekkurinn í ráðhúsinu.

Samningur Orkuveitur Reykjavíkur og Magma Energy er til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hófst klukkan tvö í ráðhúsi Reykjavíkur. Á fundinum stendur til að greiða atkvæði um sölu Orkuveitunnar á hlut sínum í Hs Orku til Magma Energy.

Samtök sem kalla sig Vaktin hafa boðað til mótmæla á áhorfendapöllum í Ráðhúsi Reykjavíkur og hafa þónokkrir hlýtt kallinu því fullt er út úr dyrum. Áhorfendur hafa þó lítið haft sig í frammi ef undan eru skilin nokkur frammíköll þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir hélt ræðu. Þá var púað þegar Hanna Birna lauk máli sínu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×