Fleiri fréttir

Hafa áhyggjur af yfirlýsingu Eltons John

Alþjóðlegu barnahjálparsamtökin EveryChild hafa áhyggjur af því að yfirlýsing breska popparans Eltons John, þess efnis að hann og eiginmaður hans vilji ættleiða eins árs gamlan HIV-smitaðan dreng, geti leitt af sér að foreldrar yfirgefi börnin sín í meiri mæli. CNN greinir frá þessu.

Flúðu húsið vegna GSM-sendibúnaðar

Hjón á Egilsstöðum „krossleggja fingur“ sína og vona að ekki verði leyft að gangsetja að nýju GSM-sendi Vodafone ofan á tanki skammt frá heimili þeirra.

Ríkisforstjórar enn á hærri launum en forsætisráðherra

„Þetta tekur tíma og ég held að það verði ekkert að frétta í þessum mánuði,“ segir Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, um það hvenær vænta megi niðurstöðu ráðsins varðandi ný launakjör hjá æðstu stjórnendum hjá ríkinu og ríkisfyrirtækjum.

Pókerinn skilar 2,2 milljónum í ríkiskassann

Heildarvinningsféð á Íslandsmótinu í póker, sem lauk um helgina, nam sex milljónum króna. Allir vinningar eru skattskyldir, sem þýðir að um 2,23 milljónir af vinningsfénu munu renna í ríkiskassann að því gefnu að allir standi skil á sínu.

Endurgreiða með 15% álagi á bætur

Þeir háskólastúdentar sem talið er að hafi vísvitandi svikið út atvinnuleysisbætur á síðasta skólaári verða krafðir um endurgreiðslu með fimmtán prósenta álagi. Þeim mun gefast kostur á að skrifa undir skuldabréf og dreifa greiðslum. Ekki er um refsiverð brot að ræða.

Bloggskrif kennara valda fjaðrafoki

„Málið verður tekið fyrir innan skólans. Það er spurning hversu vel þeir sem hafa þessar skoðanir eru til þess fallnir að vinna samkvæmt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar, Hagaskóla eða annarra skóla,“ segir Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Bloggfærsla Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur, sem kennir heimilisfræði við skólann, um Pólverja vakti athygli í gær.

Segja KPMG dregið í svaðið

Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað.

Stoltenberg sigraði

Þegar búið er að telja tæp 99% atkvæða í þingkosningunum í Noregi er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur bætt við sig þremur þingmönnum. Flokkurinn undir forystu Jens Stoltenberg heldur því velli en það hefur ekki gerst í landinu í 16 ár.

Eldur kom upp í bifreið í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í bifreið í Mosfellsbæ um sjö leytið í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn höfðu vegfarendur náð að slökkva eldinn.

Spyr stanslaust um föður sinn

Prince Michael Jackson II, sjö ára gamall sonur Michael Jacksons á erfitt með að sætta sig við fráfall föður síns. Hann spyr stanslaust hvar faðir sinn sé á milli þess sem hann grætur inni í herbergi.

Segja minnisblað KPMG mistúlkað í borgarráði

Í bréfi sem KPMG, endurskoðunarfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sent fyrirtækinu kemur fram að minnisblað KPMG, sem lagt var fram í borgarráði síðastliðinn fimmtudag, hafi verið mistúlkað. Gerir endurskoðunarskrifstofan athugasemdir við fullyrðingar þar sem vitnað er til upplýsinga frá henni. Minnisblaðið snerist um mat á tilboði Magma Energy í hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku.

Rukkað inn í grasagarð í Edinborg vegna Kaupthings

Gestir The Royal Botanic Garden í Edinborg gætu þurft að greiða 4 punda aðgöngugjald í garðinn vegna falls íslensku bankanna. Garðurinn á í fjárhagslegum erfiðleikum en hann átti 1,09 milljón pund í Kaupthing Singer & Friedlander sem fór í greiðslustöðvun í október síðast liðnum. Þetta kemur fram í skoskum fjölmiðlum í dag.

Guðlaugur samþykktur sem varamaður í borgarráð

Samgönguráðuneytið hefur fallist á og staðfest nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp Reykjavíkurborgar. Þessi staðfesting ráðuneytisins eyðir öllum vafa um hæfi Guðlaugs Sverrissonar stjórnarformanns OR sem varamanns í borgarráði.

Fundnir heilir á húfi

Drengirnir, Elís og Tyler sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, eru komnir fram heilir á húfi.

Stjórnin heldur líklega velli

Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í landi. Samkvæmt kosningaspá sem norska ríkissjónvarpið birti nú í kvöld þegar kjörstöðum var lokað virðist stjórnin halda velli. Samkvæmt spánni fengu stjórnarflokkarnir 86 þingsæti og stjórnarandstaðan 83.

Sala á áfengi dregst saman - fleiri brugga

Sala á búnaði og efnum til bruggunar hefur aukist um allt að fimmtíu prósent á síðustu mánuðum. Í síðasta mánuði dróst sala á áfengi saman um tæplega þriðjung.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins fékk rjómatertu

Forstjóri Samkeppniseftirlistins fékk rjómatertu að gjöf í dag í tilefni þess að það hefur tekið eftirlitið tvö ár að rannsaka meint samkeppnisbrot Lyf og Heilsu. Sá sem gaf tertuna segir ekki eðlilegt að bíða þurfi í tvö ár eftir úrskurði.

Í ábyrgð fyrir hátt í fjögur þúsund milljörðum króna

Íslenska ríkið er í ábyrgð fyrir hátt í fjögur þúsund milljörðum króna, ef tekið er tillit til Icesave og yfirlýsingar ríkisins um að tryggja innlendar innistæður í bönkum. Ábyrgðir ríkisins hafa margfaldast á síðustu árum.

Nauðasamningi hafnað

Kröfuhafar Milestone höfnuðu nauðasamningi sem lagður var fyrir þá á fundi í dag til samþykktar eða synjunar. Glitnir, langstærsti kröfuhafinn, studdi hins vegar nauðasamninginn.

Hugsanleg sameining skoðuð af fullri einurð

Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs Íslands segir að beiðni Samtaka atvinnulífsins um viðræður um sameiningu samtakanna verði skoðuð af fullri einurð. Þetta kemur fram á heimasíðu Viðskiptaráðs en Vilmundur Jósefsson formaður SA sendi Viðskiptaráði formlegt bréf þessa efnis fyrr í dag.

Lýst eftir vitnum að umferðaróhappi

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum, LBD, lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi rétt norðan við Borgarnes rétt fyrir kl. 21:00 í gærkvöldi.

SA vill sameinast Viðskiptaráði

Vilmundur Jósefsson, starfandi formaður Samtaka atvinnulífsins, sendi Viðskiptaráði Íslands bréf í dag þar sem þess er farið á leit fór þess á leit að teknar verði upp viðræður um sameiningu samtakanna. Í bréfinu kemur fram að markmið slíkra breytinga yrði að efla samtök atvinnurekenda, auka skilvirkni í rekstri og virkja betur kraft og frumkvæði atvinnurekenda til beinnar þátttöku í endurreisn atvinnulífsins.

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðahald yfir Hosmany

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir brasilíska lýtalækninum Ramos Hosmany en hann kom hingað til lands í ágúst á vegabréfi bróður síns. Hann var að koma frá Noregi og á leiðinni til Kanada þegar tollgæslan stöðvaði för hans. Ramos var í kjölfarið dæmdur í 30 daga fangelsi hér á landi fyrir að framvísu vitlausu vegabréfi.

Tilkynnt um fjögur innbrot í dag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um fjögur innbrot í dag. Tvö innbrot voru tilkynnt í austurborginni og tvö innbrot í vesturbænum. Þá var tilkynnt um eina innbrotstilraun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki víst að öll þessi innbrot hafi verið framin í dag. Möguleiki er á að einhver þeirra hafi verið framin um helgina.

Ólöglegir mynddiskar haldlagðir í Hnífsdal

Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á 1400 ólöglega DVD mynddiska á laugardaginn sem var verið að selja í Hnífsdal. Samkvæmt lögreglunni þá er málið í rannsókn.

Minnihlutinn bíður enn eftir svörum varðandi Magma

Samningur Magma Energy Sweden og Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á hlut í Hs-Orku verður tekinn fyrir í borgarstjórn á morgun þriðjudag. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram spurningar varðandi lögmæti málsins á borgarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag og var farið fram á að svör bærust fyrir borgarstjórnarfundinn á morgun.

Ákærður fyrir að ráðast á par vopnaður kúbeini

Karlmaður á fertugsaldri, Einar Örn Sigurðsson, hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann er sakaður um að hafa ruðst inn á heimili pars á þrítugsaldri í miðborg Reykjavíkur vopnaður kúbeini.

Vill að Ísland fái flýtimeðferð inn í ESB

Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu ætti að fá sérstaka hraðmeðferð að mati Jean-Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxemborgar. Juncker, sem nú er í forsæti fyrir Eurogroup, hóp fjármálaráðherra á evrusvæðinu, lét þessi ummæli falla í samtali við Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar í dag. Svíar eru nú í forsæti Evrópusambandsins. Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal í dag.

Kannabis í Grafarholti

Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Grafarholti síðdegis á föstudag samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða 100 grömm af kannabis.

Kjötiðnaðarmenn harma sleggjudóm

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna harmar það sem þeir kalla sleggjudóm frá bændum á Hálsi í Kjós, sem á dögunum fullyrtu að nautahakk væri stundum blandað með ýmsu öðru án þess að þess sé getið á umbúðum. „Þar er fullyrt án rökstuðnings að vörusvik fari fram á okkar neytendamarkaði,“ segja kjötiðnaðarmenn í ályktuninni.

Fulltrúi orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna með fyrirlestur

Mary Werner, yfirmaður hjá National Renewable Energy Laboratory (NREL) hjá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur fyrirlestur á ráðstefnunni Driving Sustainability sem nú stendur yfir í Reykjavík. Í fyrirlestrinum lýsir hún þeirri byltingu í orkunýtni og hreinni orku sem á sér nú stað vestanhafs leiddri af ríkisstjórn Barack Obama.

Sektaður fyrir horaðar hryssur

Bóndi í Bláskógabyggð var dæmdur til þess að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun tveggja hrossa. Við skoðun kom í ljós að holdstig hestanna voru á kvarðanum 1,5 til 2.

Sló lögreglumann í andlitið

Tuttugu og tveggja ára gömul kona var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að slá lögreglumann við skyldustörf í andlitið. Atvikið átti sér stað í Austurstræti í ágúst í fyrra og játaði konan brot sitt. Fram kemur í dómnum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, að konan hafi ekki gerst sek um refsivert brot áður og það hafi áhrif á ákvörðun um refsingu.

Braust inn í húsnæði lögreglu og sjúkraflutningamanna

Brotist var inn í húsnæði lögreglunnar og sjúkraflutningamanna á Selfossi síðdegis á föstudag. Samkvæmt heimildum Vísis fór maðurinn meðal annars inn í gamlan sjúkrabíl sem geymdur er í húsinu og rótaði í hillum í húsnæðinu.

Þingmenn Borgarahreyfingar funda

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar funda í hádeginu um framtíð sína innan hreyfingarinnar, en þingmennirnir telja nýsamþykkt lög hreyfingarinnar ganga í berhögg við uppruna, tilgang og stefnu hennar.

43 Íslendingar hafa fengið vinnu í Manitoba

Innflytjendaráðherra Manitoba í Kanada segir að búið sé að finna störf fyrir fjörutíu og þrjá Íslendinga í fylkinu. Íslendingarnir fá þó enga flýtimeðferð.

82 lömpum stolið á viku: „Við erum orðnir langþreyttir á þessu“

Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðurstöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna.

Nefnd um erlendar fjárfestingar skoðar aðkomu Magma að HS Orku

Nefnd um erlendar fjárfestingar sem skipuð er af Alþingi og hefur það hlutverk að fylgjast með að lögum um erlendar fjárfestingar sé framfylgt mun á næsta fundi skoða aðkomu Magma Energy Sweden að HS Orku. Í tilkynningu frá Silju Báru Ómarsdóttur, fulltrúa í nefndinni segir að í fjórðu grein laganna sé fjallað um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hérlendis.

Andlátið virðist ekki tengjast saknæmu athæfi

Búið er að bera kennsl á lík mannsins sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn í gær. Ekki er búið að greina aðstandendum hins látna frá nafni hans og því verður nafnið ekki birt í fjölmiðlum.

Sjá næstu 50 fréttir