Innlent

Hafa áhyggjur af yfirlýsingu Eltons John

Elton John með hinum fjórtán mánaða gamla Lev.fréttablaðið/afp
Elton John með hinum fjórtán mánaða gamla Lev.fréttablaðið/afp

Alþjóðlegu barnahjálparsamtökin EveryChild hafa áhyggjur af því að yfirlýsing breska popparans Eltons John, þess efnis að hann og eiginmaður hans vilji ættleiða eins árs gamlan HIV-smitaðan dreng, geti leitt af sér að foreldrar yfirgefi börnin sín í meiri mæli. CNN greinir frá þessu.

Söngvarinn tók ástfóstri við drenginn Lev þegar hann heimsótti munaðarleysingjaheimili í Úkraínu á laugardag.

Talsmaður EveryChild segir að slíkar ættleiðingar milli landa hvetji ungar mæður í erfiðri stöðu til að koma börnum sínum fyrir á heimilum, í þeirri von að ríkir útlendingar geti séð betur fyrir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×