Innlent

Tilkynnt um fjögur innbrot í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast í dag.
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um fjögur innbrot í dag. Tvö innbrot voru tilkynnt í Austurborginni og tvö innbrot í Vesturbænum. Þá var tilkynnt um eina innbrotstilraun í Vesturbænum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki víst að öll þessi innbrot hafi verið framin í dag. Möguleiki er á að einhver þeirra hafi verið framin um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×