Endurgreiða með 15% álagi á bætur 15. september 2009 04:00 Reglur sem banna atvinnulausum að stunda lánshæft nám eru mun strangari en áður. Á móti kemur að þeir sem missa atvinnu eiga auðveldara en áður með að öðlast rétt til námslána. Þeir háskólastúdentar sem talið er að hafi vísvitandi svikið út atvinnuleysisbætur á síðasta skólaári verða krafðir um endurgreiðslu með fimmtán prósenta álagi. Þeim mun gefast kostur á að skrifa undir skuldabréf og dreifa greiðslum. Ekki er um refsiverð brot að ræða. Vinnumálastofnun er að vinna úr samkeyrslu atvinnuleysisskrár og nemendaskráa háskólanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að við samkeyrslu hefði komið í ljós að 345 einstaklingar hefðu stundað lánshæft nám á atvinnuleysisbótum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hluti nemendanna eigi sér málsbætur eða hafi stundað námið með leyfi stofnunarinnar. Slíkt eigi til dæmis við um rúmlega sjötíu nemendur við Háskóla Íslands, sem hafi verið á námssamningi og haft réttindi til atvinnuleysisbóta samkvæmt því. Talið er að við Háskóla Íslands hafi 135 nemendur verið á atvinnuleysisbótum án nokkurs leyfis. Nákvæmur fjöldi úr öðrum skólum liggur ekki fyrir. Gissur segir að reglur hafi verið hertar um áramót. Þá hafi möguleikar atvinnulausra á að stunda lánshæft nám verið þrengdir. Hvorki fyrir né eftir þá breytingu hafi þó verið heimilt að stunda lánshæft nám á atvinnuleysisbótum án sérstaks leyfis Vinnumálastofnunar. Gissur segir að stofnunin muni einnig líta til þess að reglugerð um takmarka nám atvinnulausra hafi komið seinna en æskilegt hefði verið, ekki fyrr en í lok janúar. Fram að því hafi möguleikar til að stunda nám á atvinnuleysisbótum verið rýmri. Því kunni að vera að einhverjir úr þessum hópi hafa þegið bætur í góðri trú. Samkvæmt nýju reglugerðinni má aðeins sækja eitt námskeið í lánshæfu háskólanámi án þess að tapa réttindum til atvinnuleysisbóta, og þá með leyfi Vinnumálastofnunar. Fram að áramótum mátti stunda sjötíu prósenta nám á atvinnuleysisbótum, með leyfi Vinnumálastofnunar. Gerðar eru kröfur til atvinnulausra um virka atvinnuleit. Nám umfram eitt námskeið telst ekki samrýmast virkri atvinnuleit, að sögn Gissurar. Gissur segir að nú sé búið að draga skýrari línur en áður milli bótakerfisins og námslánakerfisins. Þótt erfiðara sé að stunda nám á bótum sé auðveldara fyrir atvinnulausa að komast inn í námslánakerfið, því frítekjumarkið sé hærra nú en áður. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þeir háskólastúdentar sem talið er að hafi vísvitandi svikið út atvinnuleysisbætur á síðasta skólaári verða krafðir um endurgreiðslu með fimmtán prósenta álagi. Þeim mun gefast kostur á að skrifa undir skuldabréf og dreifa greiðslum. Ekki er um refsiverð brot að ræða. Vinnumálastofnun er að vinna úr samkeyrslu atvinnuleysisskrár og nemendaskráa háskólanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að við samkeyrslu hefði komið í ljós að 345 einstaklingar hefðu stundað lánshæft nám á atvinnuleysisbótum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hluti nemendanna eigi sér málsbætur eða hafi stundað námið með leyfi stofnunarinnar. Slíkt eigi til dæmis við um rúmlega sjötíu nemendur við Háskóla Íslands, sem hafi verið á námssamningi og haft réttindi til atvinnuleysisbóta samkvæmt því. Talið er að við Háskóla Íslands hafi 135 nemendur verið á atvinnuleysisbótum án nokkurs leyfis. Nákvæmur fjöldi úr öðrum skólum liggur ekki fyrir. Gissur segir að reglur hafi verið hertar um áramót. Þá hafi möguleikar atvinnulausra á að stunda lánshæft nám verið þrengdir. Hvorki fyrir né eftir þá breytingu hafi þó verið heimilt að stunda lánshæft nám á atvinnuleysisbótum án sérstaks leyfis Vinnumálastofnunar. Gissur segir að stofnunin muni einnig líta til þess að reglugerð um takmarka nám atvinnulausra hafi komið seinna en æskilegt hefði verið, ekki fyrr en í lok janúar. Fram að því hafi möguleikar til að stunda nám á atvinnuleysisbótum verið rýmri. Því kunni að vera að einhverjir úr þessum hópi hafa þegið bætur í góðri trú. Samkvæmt nýju reglugerðinni má aðeins sækja eitt námskeið í lánshæfu háskólanámi án þess að tapa réttindum til atvinnuleysisbóta, og þá með leyfi Vinnumálastofnunar. Fram að áramótum mátti stunda sjötíu prósenta nám á atvinnuleysisbótum, með leyfi Vinnumálastofnunar. Gerðar eru kröfur til atvinnulausra um virka atvinnuleit. Nám umfram eitt námskeið telst ekki samrýmast virkri atvinnuleit, að sögn Gissurar. Gissur segir að nú sé búið að draga skýrari línur en áður milli bótakerfisins og námslánakerfisins. Þótt erfiðara sé að stunda nám á bótum sé auðveldara fyrir atvinnulausa að komast inn í námslánakerfið, því frítekjumarkið sé hærra nú en áður.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira