Innlent

Minnihlutinn bíður enn eftir svörum varðandi Magma

Samningur Magma Energy Sweden og Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á hlut í Hs-Orku verður tekinn fyrir í borgarstjórn á morgun þriðjudag. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram spurningar varðandi lögmæti málsins á borgarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag og var farið fram á að svör bærust fyrir borgarstjórnarfundinn á morgun.

Sigrún Elsa Smáradóttir Samfylkingu segir að engin svör hafi borist. Að hennar sögn er það ótækt þar sem um lykilspurningar sé að ræða. Því sé erfitt fyrir borgarfulltrúa að taka afstöðu til málsins áður en þeim er svarað og segir Sigrún það eiga jafnt við um fulltrúar meiri- og minnihluta í borgarstjórn.

„Spurningarnar snúa að lögfræðilegum álitaefnum um lagalega stöðu samningsins, tryggingum og veði fyrir greiðslum, því er brýnt að fá svör við þeim sem fyrst. Auk þess er ítrekuð er ósk um að öll gögn málsins verði lögð fram," segir Sigrún Elsa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×