Innlent

Vill að Ísland fái flýtimeðferð inn í ESB

Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu ætti að fá sérstaka hraðmeðferð að mati Jean-Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxemborgar. Juncker, sem nú er í forsæti fyrir Eurogroup, hóp fjármálaráðherra á evrusvæðinu, lét þessi ummæli falla í samtali við Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar í dag. Svíar eru nú í forsæti Evrópusambandsins. Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal í dag.

Juncker sagðist einnig styðja heilshugar við aðildarumsókn Íslands. Reinfeldt hefur hingað til ekki tekið í mál að Íslendingar fái einhvers konar flýtimeðferð í aðildarferlinu en forvitnilegt verður að sjá hvort afstaða fjármálaráðherrana kunni að breyta einhverju þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×