Innlent

Ólöglegir mynddiskar haldlagðir í Hnífsdal

Mynddiskar.
Mynddiskar.

Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á 1400 ólöglega DVD mynddiska á laugardaginn sem var verið að selja í Hnífsdal. Samkvæmt lögreglunni þá er málið í rannsókn.

Þá urðu tvö umferðaróhöpp í umdæminu en bæði voru þau minniháttar.

Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur. Alls voru 6 ökumenn kærðir fyrir of hraðann akstur. Fimm þeirra voru sektaðir í nágrenni Ísafjarðar og 1 í nágrenni Patreksfjarðar.

Sá sem hraðast ók, mældist á 123 km/klst. Þar er hámarkshraði 90 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×