Innlent

Ákærður fyrir að ráðast á par vopnaður kúbeini

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Karlmaður á fertugsaldri, Einar Örn Sigurðsson, hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann er sakaður um að hafa ruðst inn á heimili pars á þrítugsaldri í miðborg Reykjavíkur vopnaður kúbeini.

Þar er Einari gefið að sök að hafa veist að konu sem þar bjó vopnaður kúbeininu í maí á síðasta ári. Þegar hann á að hafa reitt til höggs þá greip konan um kúbeinið og tókust þau þannig á þar til hann á að hafa hent henni utan í vegg.

Þá kom maðurinn henni til bjargar og greip í kúbeinið til þess að varna henni frá höggum en þá á Einar Örn að hafa veist að honum með ofbeldi. Bæði hlutu þau nokkur meiðsl af átökunum. Konan hlaut mar og yfirborðsáverka á vinstri öxl, framhandlegg, hægri kálfa og vinstri ökkla. Maðurinn hlaut mar á vinstri olnboga og yfirborðsáverka á hálsi.

Einar Örn hefur margoft áður komist í kast við lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×