Innlent

Nauðasamningi hafnað

Karl Wernersson einn af aðaleigendum Milstone
Karl Wernersson einn af aðaleigendum Milstone
Kröfuhafar Milestone höfnuðu nauðasamningi sem lagður var fyrir þá á fundi í dag til samþykktar eða synjunar. Glitnir, langstærsti kröfuhafinn, studdi hins vegar nauðasamninginn.

Óljóst er hvað tekur við af þessu en allt bendir til að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Kröfuhafar Milestone, sem eru um sextíu, voru boðaðir á fund klukkan tvö í dag til að kjósa um nauðasamning félagsins, sem fól í sér enduskipulagningu á rekstri þess.

Gert var ráð fyrir að kröfuhafar fengju með því 6% upp í kröfu sínar. Mikill meirihluti kröfuhafa þarf að samþykkja nauðasamninga til að þeir öðlist gildi, en svo varð ekki raunin í þessu tilfelli.

Kröfur í bú Milestone nema alls um 80 milljörðum króna. Glitnir og tengdir aðilar er langstærsti kröfuhafinn, með yfir 40 milljarða króna kröfu.

Glitnir studdi nauðasamninginn. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan hafi komið á óvart. Skilanefndin hafi talið að meira fengist fyrir eignir félagsins ef það yrði ekki sett í þrot. Skilanefndin virði þó rétt annarra kröfuhafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×