Innlent

SA vill sameinast Viðskiptaráði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilmundur Jósefsson sendi Viðskiptaráði bréf í dag með ósk um sameiningu. Mynd/ Vilhelm.
Vilmundur Jósefsson sendi Viðskiptaráði bréf í dag með ósk um sameiningu. Mynd/ Vilhelm.
Vilmundur Jósefsson, starfandi formaður Samtaka atvinnulífsins, sendi Viðskiptaráði Íslands bréf í dag og fór þess á leit að teknar verði upp viðræður um sameiningu samtakanna.

Í bréfinu kemur fram að markmið slíkra breytinga yrði að efla samtök atvinnurekenda, auka skilvirkni í rekstri og virkja betur kraft og frumkvæði atvinnurekenda til beinnar þátttöku í endurreisn atvinnulífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×