82 lömpum stolið á viku: „Við erum orðnir langþreyttir á þessu“ Valur Grettisson skrifar 14. september 2009 11:22 Illa fenginn gróðurhúsalampi í kannabisverksmiðju. Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.
Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09