82 lömpum stolið á viku: „Við erum orðnir langþreyttir á þessu“ Valur Grettisson skrifar 14. september 2009 11:22 Illa fenginn gróðurhúsalampi í kannabisverksmiðju. Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Óprúttnir þjófar hafa stolið 82 gróðurhúslömpum úr gróðrastöðinni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð. Eigandi hennar er Sveinn A. Sæland en hann segir innbrotið í nótt, þar sem 50 gróðurhúsalömpum var stolið, sé annað innbrotið í vikunni. Áður tóku þjófarnir ófrjálsri hendi 32 gróðurhúsalampa. Beint tap nemur á þriðju milljón króna. „Við erum orðnir langþreyttir á þessu," segir Sveinn á sama tíma og hann setur upp öflugt öryggiskerfi til þess að sporna við þjófunum. Stuldur á gróðurhúsalömpum hefur aukist gríðarlega og má líkja við farald. Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg og hyggjast halda fund með hagsmunaaðilum um málið. „Við virðumst vera komnir í hringiðu ómenningarinnar," segir Sveinn en innbrotin færðust í aukanna fyrir um ári. Sveinn segir að áður hafi innbrotin verið mikið í og í kringum Hveragerði en þjófarnir fóru sjaldnast í uppsveitir Árnessýslu. En nú eru breyttir tímar. Óprúttnir þjófar eru farnir að stela gríðarlegu magni af lömpum og er talið að þeir séu nær eingöngu notaði til þess að rækta kannabis. Engin virðist vera óhultur. „Þessi glæpur er þess eðlis að hann leiðir af sér annan og alvarlegri glæp," segir Sveinn og vill að lögreglan taki á þjófnaðinum með það í huga. Kannabisræktun hefur stóraukist á Íslandi og á tímabili leið varla vika á milli fregna af nýjum kannabisverksmiðjum sem lögreglan var búin að uppræta. Að sögn Sveins kostar hver lampi 32 þúsund krónur. Því er auðvelt að reikna út skaða gróðrastöðvarinnar. Sveinn segir tryggingarnar bæta tapið að hluta en sjálfir þurfa bændur alltaf að bera einhvern skaða sjálfir. Sveinn er langt því frá eini ræktandinn sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því Samband garðyrkjubænda eru komnir með nóg. Þeir hafa kallað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum, „nema reyndar þjófunum sjálfum," bætir Sveinn við. Þeir ætla að kanna hvað sé hægt að gera enda garðyrkjubændur orðnir langþreyttir á kannabisræktendum. Fundur garðyrkjusambandsins verður haldinn á næstu dögum og þar verður rætt hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn þessari nýstárlegu plágu. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Laugarás á umræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.
Tengdar fréttir Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Stálu fimmtíu gróðurhúsalömpum Fimmtíu gróðurhúsalömpum var í nótt, mánudag, stolið úr gróðrastöðinni Espiflöt í Laugarási. 14. september 2009 10:09