Innlent

Orlofshúsin umsetin

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Orlofshús stéttarfélaganna eru umsetin í sumar á sama tíma og félagsmenn hafa lítinn áhuga á því að leigja íbúðir erlendis.

Svo virðist sem landsmenn ætli að ferðast innanlands í sumar að minnsta kosti ef marka má eftirspurn eftir orlofshúsum hjá stéttarfélögunum sem hefur aukist töluvert. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir þrjátíu og fimm prósent aukningu á milli ára. Mörg undanfarin ár hafi landinn fyrst og fremst sótt í ferðir erlendis en algjör breyting hafi orðið á því.

Þórunn Jónsdóttir sem hefur umsjón með orlofssjóði VR tekur í sama streng. VR sé með um fimmtíu orlofshús til leigu í sumar og eru þau öll meira og minna bókuð út sumar.

Efling var með fjórar íbúðir í leigu í Kaupmannahöfn síðasta sumar en búist er við að félagið verði aðeins með eina íbúð á leigu í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×