Innlent

Hundruð manna fylktu liði í kröfugöngu

MYND/Daníel Rúnarsson

Kröfuganga í tilefni baráttudags verkalýðsins 1. maí lagði af stað frá Hlemmi klukkan hálftvö í dag. Hundruð manna tóku þátt í göngunni og gengu fylktu liði sem leið lá á Austurvöll þar sem við taka ræðuhöld og tónlistaratriði.

Á Austurvelli koma meðal annara fram 200 þúsund naglbítar ásamt Lúðrasveit verkalýðsins og Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ heldur ræðu ásamt fleirum en fundarstjóri er Súsanna Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×