Innlent

Líklega um slys að ræða á Skólavörðustíg

Að sögn lögreglu er talið líklegast að maðurinn sem fannst liggjandi í blóði sínu í morgun á Skólavörðustíg hafi orðið fyrir slysi. Málið er nú í rannsókn en líklegt er talið að um slys hafi verið að ræða og ólíklegt þykir að ekið hafi verið á manninn eða á hann ráðist. Að sögn lögreglu er maðurinn með talsverða áverka og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann liggur enn.

Eins og sakir standa telur lögreglan líklegast að maðurinn hafi fallið niður af þaki hússins sem hann fannst liggjandi fyrir framan en húsið er fjórar hæðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×