Innlent

Fannst alvarlega slasaður á Skólavörðustíg

MYND/Páll

Karlmaður fannst á Skólavörðustígnum snemma í morgun alvarlega slasaður. Lögregla rannsakar nú málið en verst allra frétta og ekki er vitað á þessari stundu hvort um slys eða líkamsárás hafi verið að ræða.

Að sögn lögreglu er maðurinn með talsverða áverka og var hann fluttur á sjúkrahús. Sjónarvottar segja að lögregla á vettvangi hafi meðal annars verið að skoða hvort möguleiki sé á að maðurinn hafi fallið niður af þaki hússins sem hann fannst liggjandi fyrir framan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×