Innlent

Vongóð um að sáttmáli sé í fæðingu

Heimir Már Pétursson skrifar

Varaformenn stjórnarflokkanna eru vongóðir um að nýr stjórnarsáttmáli sé í fæðingu. Varaformaður Vinstri grænna skilur að fólk sé óþreyjufullt en hins vegar sé starfandi ríkisstjórn í landinu sem takist á við verkefni líðandi stundar.

Báðir stjórnarflokkarnir kenna sig við hinar vinnandi stéttir eins og það er stundum orðað og forystufólk flokkanna var því í hátíðarskapi í dag. Þau Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna og Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar mættu í 1. maí kaffi með stuðningsfólki flokkanna í dag og tóku sér hlé frá formlegum viðræðum um nýjan stjórnarsáttmála.

Katrín segir að viðræðunum miði ágætlega. Þær fari bæði fram á formlegum og óformlegum nótum, en formenn og varaformenn flokkanna hafa hist daglega frá kosningum ásamt því að stjórna einstökum málefnahópum. Hún segist vonast eftir því að niðurstaða verði komin í málið eftir viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×