Innlent

Mikið af fólki í miðbænum í nótt en allt fór vel fram

Talsverður fjöldi fólks var í miðbæ Reykjavíkur í nótt en að sögn lögreglu fóru skemmtanahöldin tiltölulega vel fram. Nokkuð var um ölvun en fólk hélt sig þó innan skynsamlegra marka í hegðun sinni. Sex ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun og gistu fjórir fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×