Innlent

Fiskteljari settur í Varmá

Áin hefur sérstöðu á Íslandi og rannsóknir standa yfir.
Áin hefur sérstöðu á Íslandi og rannsóknir standa yfir.
Sérfræðingar á vegum Veiðimálastofnunar settu upp fiskteljara í Varmá í Ölfusi nýlega. Teljarinn er íslensk smíði frá fyrirtækinu Vöku. Búnaðurinn er staðsettur ofan við helstu hrygningarsvæði laxfiska í ánni. Teljaranum er ætlað að telja fisk á göngu upp og niður Varmá, en lágmarksstærð fiska sem hann nemur er um tuttugu sentimetrar. Umtalsverður fiskdauði varð í Varmá í nóvember 2007 þegar mikið magn af klór lak til árinnar frá sundlauginni í Laugarskarði í Hveragerði. Seiðarannsóknir í fyrra bentu til þess að seiða­búskapur árinnar væri á uppleið eftir slysið, en litlar upplýsingar liggja enn fyrir um ástandið hjá stærri fiski. Vonir standa þó til að upplýsingar úr teljaranum muni bæta þar verulega úr. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×