Innlent

Veiði byrjar vel í Elliðavatninu

Elliðavatn var stangveiðimönnum gjöfult á fyrsta veiðidegi í gær, en í hugum margra hefst veiðisumarið við vatnið ár hvert. Veiðimenn settu bæði í bleikju og urriða, en það var mál manna að fiskurinn væri óvenjulega vel haldinn. Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur voru flestir veiðimenn með einn til þrjá silunga eftir daginn. Veðrið var rysjótt en menn létu ekki mikla rigningu og haglél trufla sig við veiðarnar.- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×