Innlent

Slys á Skólavörðustíg: Höfuðkúpubrotinn með innvortis áverka

Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll niður af fjögurra hæða húsi á Skólavörðustíg í morgun er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn með innvortis áverka auk þess sem hann höfuðkúpubrotnaði. Líðan hans er eftir atvikum.



MYND/Andrés Már Heiðarsson

Maðurinn fannst snemma í morgun liggjandi í blóði sínu og til að byrja með var ekki ljóst af hverju áverkar hans stöfuðu. Nú þykir hins vegar ljóst að hann hafi fallið ofan af þaki hússins þegar hann reyndi að komast inn um glugga.

Meðfylgjandi myndir sýna lögregluna að störfum á vettvangi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×