Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn leggja til sáttaleið „Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir,“ segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. 7.4.2009 16:58 Starfshópur um aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum fundaði Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði nýverið sem leggja á fram tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum kom næstu sveitarstjórnarkosningar kom saman til fyrsta fundar í dag. 7.4.2009 16:53 Hermenn fögnuðu Obama í óvæntri heimsókn til Íraks Barack Obama, Bandaríkjaforseti, kom í dag í óvænta heimsókn til Bagdads, höfuðborgar Íraks. Bandarískir hermenn fögnuðu forseta sínum innilega við komu hans til landsins. Þetta var fyrsta heimsókn Obama til Íraks eftir að hann var kjörinn forseti. 7.4.2009 16:24 Þingmenn allra flokka einhuga um skýrslu bresku þingnefndarinnar Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur,“ sagði varaþingmaðurinn. 7.4.2009 15:39 Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7.4.2009 15:22 Niðurskurði á framlögum til mannaflsfrekra framkvæmda mótmælt Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að það hafi vakið athygli að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafi varið 265 milljón króna niðurskurð á framlögum til mannaflsfrekra viðhaldsframkvæmda. Rætt var um atvinnumál og stöðu þeirra í Reykjavík á fundi borgarstjórnar í dag. 7.4.2009 15:14 Heilbrigðisstofnunin í Eyjum segir upp starfsfólki Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum fékk afhent uppsagnarbréf í síðustu viku en uppsögnin er liður í niðurskurði sem stofnunin glímir við um þessar mundir. Öllum var boðinn nýr samningur með 5% skertu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í frétt Eyjafrétta. 7.4.2009 14:25 Nýir skrifstofustjórar í samgönguráðuneytinu Kristján Möller, samgönguráðherra, hefur skipað tvo nýja skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu til næstu fimm ára. Karl Alvarsson, lögfræðingur, verður skrifstofustjóri samgönguskrifstofu og Sigurbergur Björnsson, verkfræðingur, verður skrifstofustjóri samskiptaskrifstofu. 7.4.2009 14:11 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7.4.2009 14:06 Helga bendir á ólíka sýn Tryggva Þórs Helga Vala Helgadóttir, laganemi og Samfylkingarkona, gerir yfirlýsingar Tryggva Þórs Herbertssonar, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi efnahagsráðagjafa forsætisráðherra, að umfjöllunarefni á bloggsíðu sinni í dag. 7.4.2009 13:47 Brown fær bréf frá ríkisstjórninni Ríkisstjórn Íslands sendi Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands bréf í morgun í tengslum við niðurstöðu fjármálanefndarinnar á breska þinginu. Nefndin koms meðal annars að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna gegn Íslendingum á sínum tíma hafi verið mjög gagnrýniverð aðgerð. 7.4.2009 13:34 Eignir sökudólganna upp í skuldir á undan eignum almennings Hagfræðingarnir Gunnar Tómasson og Ólafur Ísleifsson mættu í Bítið í morgun og ræddu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og stöðu ríkisins og heimilanna. Þeir félagar eru báðir fyrrverandi starfsmenn AGS og voru þeir nokkuð sammála um það að þeir, Michael Hudson og John Perkins, sem verið hafa hér á landi undanfarna daga og gagnrýnt AGS harðlega, hafi tekið of djúpt í árinni. Ólafur sagðist alls ekki getað tekið undir þær fullyrðingar að AGS væri að vinna gegn hagsmunum Íslendinga. 7.4.2009 13:17 Þingmaður vill fresta kosningunum Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vill fresta þingkosningunum sem fram fara 25. apríl um mánuð. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Hann sagði sérkennilegt ástand í þinginu og benti á að þingmenn hafi ekki haft tækifæri til að fara út í kjördæmin og kynna sig. 7.4.2009 13:09 Fagfélagið gefur Krabbameinsfélaginu milljón Í gær afhenti Fagfélagið Ragnheiði Alfreðsdóttur, forstöðumanni Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, eina milljón króna til styrktar átakinu Karlmenn og krabbamein. Fagfélagið er stéttarfélag sem varð til í desember þegar Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag byggingamanna Eyjafirði runnu saman. 7.4.2009 12:43 Óttast vansköpuð börn vegna lyfjagjafar Tíu stúlkur sem fengu mikið af róandi lyfjum í athvarfi bresku kirkjunnar á sjöunda og áttunda áratugnum hafa fætt vansköpuð börn. Óttast er að eins fari um hundruð annarra stúlkna. 7.4.2009 12:41 Sagði Kjartan gáfaðan og uppskar gagnrýni Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði Kjartan Ólafsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, meðal rökföstustu og gáfuðustu snillinga á þingi í umræðum um störf Alþingis í dag. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndu Mörð fyrir orðin. 7.4.2009 12:26 Bannað verður að veðsetja náttúruauðlindir Bannað verður að veðsetja náttúruauðlindir, samkvæmt auðlindaákvæði í frumvarpi um stjórnarskrá. Lögfræðingur segir að þetta hafi þó ekki áhrif á veðsetningu fiskveiðikvóta. Hann sé þegar í einkaeign. 7.4.2009 12:19 Óvíst hver á að reka tónlistarhúsið Áætlað er að tónlistar og ráðstefnuhúsið verði opnað eftir tvö ár. Það á hins vegar ekki að ráðast fyrr en eftir fimm ár hver á að reka eða eiga húsið. Viðbúið er að stór og djúpur grunnur við hlið tónlistarhússins verði opinn næstu árin. 7.4.2009 11:52 Tala látinna komin í 207 Enn eru að finnast lík í húsarústum á Ítalíu og eru þau nú orðin yfir 200 talsins. Það er einnig búið að bjarga tugum manna og leit heldur áfram. Snarpur eftirskjálfti reið yfir í dag. 7.4.2009 11:48 Reyna aftur að breyta dagskrá þingsins Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti á þingi í dag tillögu um að gerð yrði sú breyting á dagskrá þingsins að frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna yrði sett fyrst á dagskrá í dag. 7.4.2009 11:36 Ræða skýrslu fjármálanefndar breska þingsins Umræða utan dagskrár fer fram á Alþingi í dag um skýrslu fjármálanefndar breska þingsins um áhrif aðgerða bresku stjórnarinnar á fall íslensku bankanna. 7.4.2009 11:09 Geir í framhaldsmeðferð í Amsterdam Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gekkst í dag undir framhaldsmeðferð á vélinda vegna þess meins sem hann greindist með á liðnum vetri. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins segir að meðferðin hafi farið fram á háskólasjúkrahúsinu í Amsterdam og að hún hafi gengið að óskum. Þá segir að gert sé ráð fyrir því að Geir þurfi að fara í sambærilega meðferð eftir þrjá mánuði. 7.4.2009 10:39 Tveir látnir eftir skotárás í Þýskalandi Tveir eru látnir hið minnsta eftir skotárás í dómshúsi í Þýskalandi í morgun. Talið er að byssumaðurinn sem virðist hafa skotið á fólk af handahófi hafi í kjölfarið svipt sig lífi. Ekkert er vitað að svo stöddu um ástæður árásarinnar en aðeins er um mánuður liðinn síðan sautján ára gamall drengur myrti 15 í bænum Winnenden. 7.4.2009 10:38 Ökuníðingurinn yfirheyrður í dag Ökuníðingur og farþegi fólksbifreiðar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi á Vesturlandsvegi eftir rúmlega tólf mínútna eftirför verða yfirheyrðir síðar í dag. Fjórir lögreglumenn slösuðust minniháttar á meðan á eftirförinni stóð og í lok hennar. 7.4.2009 10:30 Öflugur eftirskjálfti á Ítalíu Öflugur eftirskjálfti reið yfir fyrir stundu á ítalíu á sama svæði og varð illa úti í öflugum jarðskjálfta í fyrrinótt þar sem 180 manns létust. Eftirskjálftans varð vart í höfuðborginni Róm sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. 7.4.2009 09:56 Staða efnahagsmála verri en talið var Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. 7.4.2009 08:45 Nýtt klámhneyksli í breska innanríkisráðuneytinu Sjaldan er ein báran stök segir hið fornkveðna og það virðist rætast sem aldrei fyrr hjá Jacqui Smith innanríkisráðherra þessa dagana. Eftir að upp komst um greiðslur þeirra hjónanna fyrir klámmyndir fyrir aðeins nokkrum dögum hefur nýtt mál nú litið dagsins ljós sem snertir sjálfa heimasíðu innanríkisráðuneytisins. 7.4.2009 08:31 Fjögurra leitað eftir skotbardaga í Kaupmannahöfn Fjórir menn eru eftirlýstir af lögreglunni í Kaupmannahöfn eftir að til skotbardaga kom við Hans Knudsens-torgið laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vitni segja að sex til átta skotum hafi verið hleypt af og nokkrir menn hafi sést forða sér af staðnum á hlaupum. Lögregla fann tóm skothylki á vettvangi en segir ekki ljóst hvort nokkur hafi orðið fyrir skoti. 7.4.2009 08:29 Styðja aukin umsvif í Afganistan með skilyrðum Bandarískur almenningur styður almennt aukin hernaðarumsvif Bandaríkjanna í Afganistan, svo lengi sem megintilgangur þeirra umsvifa sé að berjast gegn hryðjuverkum. 7.4.2009 08:20 Lögleiðing fíkniefna gæti sparað 14 milljarða punda Samkvæmt nýrri skýrslu breskra yfirvalda gæti það breytt töluvert miklu fyrir skattgreiðendur, réttarvörslukerfið, afbrotamenn og fórnarlömb þeirra að leyfa fíkniefni í Bretlandi. 7.4.2009 08:16 Samstaða um brýnustu málin Alþingi Þingmenn eru flestir sammála um að ekki megi ljúka þingstörfum fyrr en tiltekin brýn frumvörp, önnur en stjórnarskrármálið sem nú er þæft á hverjum þingfundinum á fætur öðrum, hafa verið afgreidd sem lög. Um 120 frumvörp liggja nú fyrir Alþingi en ljóst er að aðeins lítill hluti þeirra verður að lögum fyrir kosningar. 7.4.2009 08:15 Verja minna fé til eldflaugavarna Fjárhagsáætlun Bandaríkjahers gerir ráð fyrir að minna fé verði varið til eldflaugavarna og dýrari varnarmála en meiru eytt í aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í Írak og Afganistan. 7.4.2009 08:13 Saman á fundi á Klörubar Boðaður hefur verið fundur með tveimur fyrrverandi formönnum Framsóknarflokksins á Kanaríeyjum næstkomandi laugardag, þeim Guðna Ágústssyni og Valgerði Sverrisdóttur. 7.4.2009 08:00 Klessti bifreið á hurðir verslana til þess að komast inn Þrjú tilvik voru seint í nótt í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem bifreið var ekið á hurð í verslunum. Lögregla telur að sami maður hafi verið að verki í öllum tilfellum og komst hann á brott með varning í tveimur þeirra, meðal annars myndavélar úr verslun í Skipholtinu. 7.4.2009 07:47 Sjóræningjar náðu bresku flutningaskipi Sómalskir sjóræningjar á Aden-flóa náðu í gær bresku gámaflutningaskipi á sitt vald og er þar um að ræða fimmta skipið sem rænt er á innan við tveimur sólarhringum. Skipið heitir Malaspina Castle, er í eigu Breta en gert út af ítölsku flutningafyrirtæki. 7.4.2009 07:18 Sterkur jarðskjálfti undan strönd Rússlands Jarðskjálfti að styrkleika sjö stig á Richter varð um 300 kílómetra frá Kuril-eyjum, undan Kyrrahafsströnd Rússlands, klukkan tæplega hálffimm í morgun. 7.4.2009 07:16 Fórnarlömb skjálftans á Ítalíu tæplega 180 Nú er ljóst að um 180 manns hafa týnt lífi í jarðskjálftanum á Ítalíu í fyrrinótt. Björgunarmenn halda áfram leit í rústum og eru þúsundir þeirra við störf á hamfarasvæðinu þar sem rigning og kuldi hamla aðgerðum þó að einhverju leyti. 7.4.2009 07:07 Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. 7.4.2009 07:00 Lífeyrissjóðir með svipað tap og aðrir Íslensku lífeyrissjóðirnir skiluðu neikvæðri ávöxtun upp á 21,5 prósent í fyrra, miðað við tölur frá Fjármálaeftirlitinu. Margir erlendir lífeyrissjóðir skiluðu verri ávöxtun en þeir íslensku gerðu og það þrátt fyrir efnahagshrunið hér á landi. Norski olíusjóðurinn skilaði til dæmis neikvæðri ávöxtun upp á 23,3 prósent og belgískir sjóðir skiluðu ávöxtun upp á mínus 25 prósent árið 2008. 7.4.2009 06:30 Fékk ekki færi á andmælum Dómsmálaráðuneytið á að taka aftur fyrir mál karlmanns frá Venesúela sem Útlendingastofnun vísaði úr landi eftir að hann hafði lokið afplánum dóms fyrir líkamsárás. 7.4.2009 06:15 Einna lægst hlutfall hér Ungbarnadauði hefur verið lágur hér á landi miðað við önnur lönd undanfarinn áratug. Í fyrra dóu ellefu börn á fyrsta ári hér á landi. Það þýðir að af hverjum þúsund lifandi fæddum börnum dóu að meðaltali 2,5 börn. Þetta kemur fram hjá Hagstofunni. 7.4.2009 05:30 Einhliða upptaka ekki rædd Alþingi Íslensk stjórnvöld hafa ekki rætt um það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að taka einhliða upp evru hér á landi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í gær. 7.4.2009 05:15 Eftirför á fjölda lögreglubíla Fjöldi lögreglubíla veitti í gærkvöld ökumanni á fólksbíl eftirför frá Bústaðavegi upp á Vesturlandsveg ofan við Grafarvog. 7.4.2009 05:00 Býður samstarf við starfsfólkið Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra átti í gær fundi með trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar, BSRB og SGS, til að ræða stöðu hennar og framtíðarhorfur. Ráðherrann bauð samvinnu við stéttarfélögin. 7.4.2009 04:45 Ákærður fyrir að smána Kína Ríkissaksóknari hefur ákært 27 ára gamlan Tékka, Jan Jirícek, fyrir að sletta rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins fyrir rúmu ári. 7.4.2009 04:30 Sjá næstu 50 fréttir
Sjálfstæðismenn leggja til sáttaleið „Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir,“ segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. 7.4.2009 16:58
Starfshópur um aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum fundaði Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði nýverið sem leggja á fram tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum kom næstu sveitarstjórnarkosningar kom saman til fyrsta fundar í dag. 7.4.2009 16:53
Hermenn fögnuðu Obama í óvæntri heimsókn til Íraks Barack Obama, Bandaríkjaforseti, kom í dag í óvænta heimsókn til Bagdads, höfuðborgar Íraks. Bandarískir hermenn fögnuðu forseta sínum innilega við komu hans til landsins. Þetta var fyrsta heimsókn Obama til Íraks eftir að hann var kjörinn forseti. 7.4.2009 16:24
Þingmenn allra flokka einhuga um skýrslu bresku þingnefndarinnar Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur,“ sagði varaþingmaðurinn. 7.4.2009 15:39
Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7.4.2009 15:22
Niðurskurði á framlögum til mannaflsfrekra framkvæmda mótmælt Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að það hafi vakið athygli að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafi varið 265 milljón króna niðurskurð á framlögum til mannaflsfrekra viðhaldsframkvæmda. Rætt var um atvinnumál og stöðu þeirra í Reykjavík á fundi borgarstjórnar í dag. 7.4.2009 15:14
Heilbrigðisstofnunin í Eyjum segir upp starfsfólki Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum fékk afhent uppsagnarbréf í síðustu viku en uppsögnin er liður í niðurskurði sem stofnunin glímir við um þessar mundir. Öllum var boðinn nýr samningur með 5% skertu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í frétt Eyjafrétta. 7.4.2009 14:25
Nýir skrifstofustjórar í samgönguráðuneytinu Kristján Möller, samgönguráðherra, hefur skipað tvo nýja skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu til næstu fimm ára. Karl Alvarsson, lögfræðingur, verður skrifstofustjóri samgönguskrifstofu og Sigurbergur Björnsson, verkfræðingur, verður skrifstofustjóri samskiptaskrifstofu. 7.4.2009 14:11
Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7.4.2009 14:06
Helga bendir á ólíka sýn Tryggva Þórs Helga Vala Helgadóttir, laganemi og Samfylkingarkona, gerir yfirlýsingar Tryggva Þórs Herbertssonar, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi efnahagsráðagjafa forsætisráðherra, að umfjöllunarefni á bloggsíðu sinni í dag. 7.4.2009 13:47
Brown fær bréf frá ríkisstjórninni Ríkisstjórn Íslands sendi Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands bréf í morgun í tengslum við niðurstöðu fjármálanefndarinnar á breska þinginu. Nefndin koms meðal annars að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna gegn Íslendingum á sínum tíma hafi verið mjög gagnrýniverð aðgerð. 7.4.2009 13:34
Eignir sökudólganna upp í skuldir á undan eignum almennings Hagfræðingarnir Gunnar Tómasson og Ólafur Ísleifsson mættu í Bítið í morgun og ræddu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og stöðu ríkisins og heimilanna. Þeir félagar eru báðir fyrrverandi starfsmenn AGS og voru þeir nokkuð sammála um það að þeir, Michael Hudson og John Perkins, sem verið hafa hér á landi undanfarna daga og gagnrýnt AGS harðlega, hafi tekið of djúpt í árinni. Ólafur sagðist alls ekki getað tekið undir þær fullyrðingar að AGS væri að vinna gegn hagsmunum Íslendinga. 7.4.2009 13:17
Þingmaður vill fresta kosningunum Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vill fresta þingkosningunum sem fram fara 25. apríl um mánuð. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Hann sagði sérkennilegt ástand í þinginu og benti á að þingmenn hafi ekki haft tækifæri til að fara út í kjördæmin og kynna sig. 7.4.2009 13:09
Fagfélagið gefur Krabbameinsfélaginu milljón Í gær afhenti Fagfélagið Ragnheiði Alfreðsdóttur, forstöðumanni Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, eina milljón króna til styrktar átakinu Karlmenn og krabbamein. Fagfélagið er stéttarfélag sem varð til í desember þegar Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag byggingamanna Eyjafirði runnu saman. 7.4.2009 12:43
Óttast vansköpuð börn vegna lyfjagjafar Tíu stúlkur sem fengu mikið af róandi lyfjum í athvarfi bresku kirkjunnar á sjöunda og áttunda áratugnum hafa fætt vansköpuð börn. Óttast er að eins fari um hundruð annarra stúlkna. 7.4.2009 12:41
Sagði Kjartan gáfaðan og uppskar gagnrýni Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði Kjartan Ólafsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, meðal rökföstustu og gáfuðustu snillinga á þingi í umræðum um störf Alþingis í dag. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndu Mörð fyrir orðin. 7.4.2009 12:26
Bannað verður að veðsetja náttúruauðlindir Bannað verður að veðsetja náttúruauðlindir, samkvæmt auðlindaákvæði í frumvarpi um stjórnarskrá. Lögfræðingur segir að þetta hafi þó ekki áhrif á veðsetningu fiskveiðikvóta. Hann sé þegar í einkaeign. 7.4.2009 12:19
Óvíst hver á að reka tónlistarhúsið Áætlað er að tónlistar og ráðstefnuhúsið verði opnað eftir tvö ár. Það á hins vegar ekki að ráðast fyrr en eftir fimm ár hver á að reka eða eiga húsið. Viðbúið er að stór og djúpur grunnur við hlið tónlistarhússins verði opinn næstu árin. 7.4.2009 11:52
Tala látinna komin í 207 Enn eru að finnast lík í húsarústum á Ítalíu og eru þau nú orðin yfir 200 talsins. Það er einnig búið að bjarga tugum manna og leit heldur áfram. Snarpur eftirskjálfti reið yfir í dag. 7.4.2009 11:48
Reyna aftur að breyta dagskrá þingsins Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti á þingi í dag tillögu um að gerð yrði sú breyting á dagskrá þingsins að frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna yrði sett fyrst á dagskrá í dag. 7.4.2009 11:36
Ræða skýrslu fjármálanefndar breska þingsins Umræða utan dagskrár fer fram á Alþingi í dag um skýrslu fjármálanefndar breska þingsins um áhrif aðgerða bresku stjórnarinnar á fall íslensku bankanna. 7.4.2009 11:09
Geir í framhaldsmeðferð í Amsterdam Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gekkst í dag undir framhaldsmeðferð á vélinda vegna þess meins sem hann greindist með á liðnum vetri. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins segir að meðferðin hafi farið fram á háskólasjúkrahúsinu í Amsterdam og að hún hafi gengið að óskum. Þá segir að gert sé ráð fyrir því að Geir þurfi að fara í sambærilega meðferð eftir þrjá mánuði. 7.4.2009 10:39
Tveir látnir eftir skotárás í Þýskalandi Tveir eru látnir hið minnsta eftir skotárás í dómshúsi í Þýskalandi í morgun. Talið er að byssumaðurinn sem virðist hafa skotið á fólk af handahófi hafi í kjölfarið svipt sig lífi. Ekkert er vitað að svo stöddu um ástæður árásarinnar en aðeins er um mánuður liðinn síðan sautján ára gamall drengur myrti 15 í bænum Winnenden. 7.4.2009 10:38
Ökuníðingurinn yfirheyrður í dag Ökuníðingur og farþegi fólksbifreiðar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi á Vesturlandsvegi eftir rúmlega tólf mínútna eftirför verða yfirheyrðir síðar í dag. Fjórir lögreglumenn slösuðust minniháttar á meðan á eftirförinni stóð og í lok hennar. 7.4.2009 10:30
Öflugur eftirskjálfti á Ítalíu Öflugur eftirskjálfti reið yfir fyrir stundu á ítalíu á sama svæði og varð illa úti í öflugum jarðskjálfta í fyrrinótt þar sem 180 manns létust. Eftirskjálftans varð vart í höfuðborginni Róm sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. 7.4.2009 09:56
Staða efnahagsmála verri en talið var Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. 7.4.2009 08:45
Nýtt klámhneyksli í breska innanríkisráðuneytinu Sjaldan er ein báran stök segir hið fornkveðna og það virðist rætast sem aldrei fyrr hjá Jacqui Smith innanríkisráðherra þessa dagana. Eftir að upp komst um greiðslur þeirra hjónanna fyrir klámmyndir fyrir aðeins nokkrum dögum hefur nýtt mál nú litið dagsins ljós sem snertir sjálfa heimasíðu innanríkisráðuneytisins. 7.4.2009 08:31
Fjögurra leitað eftir skotbardaga í Kaupmannahöfn Fjórir menn eru eftirlýstir af lögreglunni í Kaupmannahöfn eftir að til skotbardaga kom við Hans Knudsens-torgið laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vitni segja að sex til átta skotum hafi verið hleypt af og nokkrir menn hafi sést forða sér af staðnum á hlaupum. Lögregla fann tóm skothylki á vettvangi en segir ekki ljóst hvort nokkur hafi orðið fyrir skoti. 7.4.2009 08:29
Styðja aukin umsvif í Afganistan með skilyrðum Bandarískur almenningur styður almennt aukin hernaðarumsvif Bandaríkjanna í Afganistan, svo lengi sem megintilgangur þeirra umsvifa sé að berjast gegn hryðjuverkum. 7.4.2009 08:20
Lögleiðing fíkniefna gæti sparað 14 milljarða punda Samkvæmt nýrri skýrslu breskra yfirvalda gæti það breytt töluvert miklu fyrir skattgreiðendur, réttarvörslukerfið, afbrotamenn og fórnarlömb þeirra að leyfa fíkniefni í Bretlandi. 7.4.2009 08:16
Samstaða um brýnustu málin Alþingi Þingmenn eru flestir sammála um að ekki megi ljúka þingstörfum fyrr en tiltekin brýn frumvörp, önnur en stjórnarskrármálið sem nú er þæft á hverjum þingfundinum á fætur öðrum, hafa verið afgreidd sem lög. Um 120 frumvörp liggja nú fyrir Alþingi en ljóst er að aðeins lítill hluti þeirra verður að lögum fyrir kosningar. 7.4.2009 08:15
Verja minna fé til eldflaugavarna Fjárhagsáætlun Bandaríkjahers gerir ráð fyrir að minna fé verði varið til eldflaugavarna og dýrari varnarmála en meiru eytt í aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í Írak og Afganistan. 7.4.2009 08:13
Saman á fundi á Klörubar Boðaður hefur verið fundur með tveimur fyrrverandi formönnum Framsóknarflokksins á Kanaríeyjum næstkomandi laugardag, þeim Guðna Ágústssyni og Valgerði Sverrisdóttur. 7.4.2009 08:00
Klessti bifreið á hurðir verslana til þess að komast inn Þrjú tilvik voru seint í nótt í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem bifreið var ekið á hurð í verslunum. Lögregla telur að sami maður hafi verið að verki í öllum tilfellum og komst hann á brott með varning í tveimur þeirra, meðal annars myndavélar úr verslun í Skipholtinu. 7.4.2009 07:47
Sjóræningjar náðu bresku flutningaskipi Sómalskir sjóræningjar á Aden-flóa náðu í gær bresku gámaflutningaskipi á sitt vald og er þar um að ræða fimmta skipið sem rænt er á innan við tveimur sólarhringum. Skipið heitir Malaspina Castle, er í eigu Breta en gert út af ítölsku flutningafyrirtæki. 7.4.2009 07:18
Sterkur jarðskjálfti undan strönd Rússlands Jarðskjálfti að styrkleika sjö stig á Richter varð um 300 kílómetra frá Kuril-eyjum, undan Kyrrahafsströnd Rússlands, klukkan tæplega hálffimm í morgun. 7.4.2009 07:16
Fórnarlömb skjálftans á Ítalíu tæplega 180 Nú er ljóst að um 180 manns hafa týnt lífi í jarðskjálftanum á Ítalíu í fyrrinótt. Björgunarmenn halda áfram leit í rústum og eru þúsundir þeirra við störf á hamfarasvæðinu þar sem rigning og kuldi hamla aðgerðum þó að einhverju leyti. 7.4.2009 07:07
Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. 7.4.2009 07:00
Lífeyrissjóðir með svipað tap og aðrir Íslensku lífeyrissjóðirnir skiluðu neikvæðri ávöxtun upp á 21,5 prósent í fyrra, miðað við tölur frá Fjármálaeftirlitinu. Margir erlendir lífeyrissjóðir skiluðu verri ávöxtun en þeir íslensku gerðu og það þrátt fyrir efnahagshrunið hér á landi. Norski olíusjóðurinn skilaði til dæmis neikvæðri ávöxtun upp á 23,3 prósent og belgískir sjóðir skiluðu ávöxtun upp á mínus 25 prósent árið 2008. 7.4.2009 06:30
Fékk ekki færi á andmælum Dómsmálaráðuneytið á að taka aftur fyrir mál karlmanns frá Venesúela sem Útlendingastofnun vísaði úr landi eftir að hann hafði lokið afplánum dóms fyrir líkamsárás. 7.4.2009 06:15
Einna lægst hlutfall hér Ungbarnadauði hefur verið lágur hér á landi miðað við önnur lönd undanfarinn áratug. Í fyrra dóu ellefu börn á fyrsta ári hér á landi. Það þýðir að af hverjum þúsund lifandi fæddum börnum dóu að meðaltali 2,5 börn. Þetta kemur fram hjá Hagstofunni. 7.4.2009 05:30
Einhliða upptaka ekki rædd Alþingi Íslensk stjórnvöld hafa ekki rætt um það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að taka einhliða upp evru hér á landi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í gær. 7.4.2009 05:15
Eftirför á fjölda lögreglubíla Fjöldi lögreglubíla veitti í gærkvöld ökumanni á fólksbíl eftirför frá Bústaðavegi upp á Vesturlandsveg ofan við Grafarvog. 7.4.2009 05:00
Býður samstarf við starfsfólkið Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra átti í gær fundi með trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar, BSRB og SGS, til að ræða stöðu hennar og framtíðarhorfur. Ráðherrann bauð samvinnu við stéttarfélögin. 7.4.2009 04:45
Ákærður fyrir að smána Kína Ríkissaksóknari hefur ákært 27 ára gamlan Tékka, Jan Jirícek, fyrir að sletta rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins fyrir rúmu ári. 7.4.2009 04:30