Innlent

Ræða skýrslu fjármálanefndar breska þingsins

Umræða utan dagskrár fer fram á Alþingi í dag um skýrslu fjármálanefndar breska þingsins um áhrif aðgerða bresku stjórnarinnar á fall íslensku bankanna.

Skýrsla nefndarinnar var nýverið gerð opinber en nefndin komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október.

Málshefjandi utanskrárumræðunnar í dag er Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og verður Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, til andsvara.

Umræðan fer fram í hálftíma og af því tilefni óskaði Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, eftir því að fjallað yrði um skýrsluna í lengri tíma. Kjartan Ólafsson, varaforseti Alþingis, sagði að ekki yrði komið til móts við beiðni Sigurðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×