Erlent

Verja minna fé til eldflaugavarna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
F-35. Meira verður framleitt af þessum vélum en framleiðslu F-22 hætt með öllu á árinu.
F-35. Meira verður framleitt af þessum vélum en framleiðslu F-22 hætt með öllu á árinu.

Fjárhagsáætlun Bandaríkjahers gerir ráð fyrir að minna fé verði varið til eldflaugavarna og dýrari varnarmála en meiru eytt í aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í Írak og Afganistan. Þetta kom fram í ræðu sem Robert Gates varnarmálaráðherra hélt í gær. Auk þess kom fram í ræðu Gates að stefnt væri að því að hætta framleiðslu F-22 orrustuþotunnar á árinu þegar þær 187, sem enn á eftir að framleiða, hafa litið dagsins ljós. Gates sagði Bandaríkin þegar hafa nægar varnir gegn eldflaugaárás, til dæmis frá Norður-Kóreu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×