Innlent

Nýir skrifstofustjórar í samgönguráðuneytinu

Kristján Möller hefur tvo nýja skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu.
Kristján Möller hefur tvo nýja skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu.
Kristján Möller, samgönguráðherra, hefur skipað tvo nýja skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu til næstu fimm ára. Karl Alvarsson, lögfræðingur, verður skrifstofustjóri samgönguskrifstofu og Sigurbergur Björnsson, verkfræðingur, verður skrifstofustjóri samskiptaskrifstofu.

Nýtt skipurit samgönguráðuneytisins tók gildi 1. febrúar síðastliðinn þegar skrifstofum ráðuneytisins var fækkað, málefni flutt milli skrifstofa og verkaskipting gerð skýrari. Í framhaldi af því voru stöður tveggja skrifstofustjóra auglýstar og bárust kringum 60 umsóknir um hvora stöðu.

Karl Alvarsson lögfræðingur hefur starfað í samgönguráðuneytinu frá árinu 2003. Hefur hann gegnt stöðu sérfræðings og var síðar settur skrifstofustjóri. Karl hefur þegar tekið við embættinu.

Sigurbergur Björnsson hefur starfað í samgönguráðuneytinu frá árinu 2001. Hann var skrifstofustjóri skrifstofu fjarskipta og öryggismála samgangna en hefur undanfarin þrjú ár starfað sem fulltrúi ráðuneytisins í Brussel. Sigurbergur kemur til starfa í ráðuneytinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×