Innlent

Klessti bifreið á hurðir verslana til þess að komast inn

Þrjú tilvik voru seint í nótt í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem bifreið var ekið á hurð í verslunum. Lögregla telur að sami maður hafi verið að verki í öllum tilfellum og komst hann á brott með varning í tveimur þeirra, meðal annars myndavélar úr verslun í Skipholtinu.

Hin tilfellin tvö voru í Kópavoginum og þar stal maðurinn vörum í annarri versluninni en þurfti frá að hverfa tómhentur frá hinni.

Töluverðar skemmdir hlutust af völdum þessarar nýstárlegu innbrotsaðferðar og leitar lögregla nú bifreiðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×