Innlent

Niðurskurði á framlögum til mannaflsfrekra framkvæmda mótmælt

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að það hafi vakið athygli að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafi varið 265 milljón króna niðurskurð á framlögum til mannaflsfrekra viðhaldsframkvæmda. Rætt var um atvinnumál og stöðu þeirra í Reykjavík á fundi borgarstjórnar í dag.

Niðurskurðurinn fólst í endurskoðun meirihluta borgarstjórnar á fjárhagsáætlun ársins 2009. Dagur segir að þetta hafi verið harðlega gagnrýnt af hálfu minnihlutans enda ljóst að atvinnuleysi er hvað mest í byggingariðnaði og fjöldi viðhaldsverkefna af hálfu borgarinnar sem bíða þess eins að ráðist verði í þær.

Samfylkingin og Vinstri græn hafi lagt fram fjölda tillagna í atvinnumálum í borgarstjórn frá bankahruninu í haust, að sögn Dags. Bæði um bráðaaðgerðir og stefnumótun til lengri tíma.

Dagur segir að um miðjan miðjan mars hafi atvinnuleysi í borginni verið í methæðum eða 8,7%, samkvæmt upplýsingum frá borgarhagfræðingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×