Innlent

Brown fær bréf frá ríkisstjórninni

Forystumenn ríkisstjórnarinnar á fundi með blaðamönnum í dag.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar á fundi með blaðamönnum í dag. MYND/Pjetur

Ríkisstjórn Íslands sendi Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands bréf í morgun í tengslum við niðurstöðu fjármálanefndarinnar á breska þinginu. Nefndin komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna gegn Íslendingum á sínum tíma hafi verið mjög gagnrýniverð aðgerð.

Ríkisstjórnin hefur því óskað eftir viðbrögðum frá Brown við niðurstöðu nefndarinnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að það væri hans mat að skýrsla nefndarinnar myndi hjálpa málstað Íslendinga í komandi samningaviðræðum við Breta varðandi Icesave skuldirnar.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×