Innlent

Ökuníðingurinn yfirheyrður í dag

Þvinga þurfti ökuníðnginn til þess að stöðva biðfreiðina.
Þvinga þurfti ökuníðnginn til þess að stöðva biðfreiðina.
Ökuníðingur og farþegi fólksbifreiðar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi á Vesturlandsvegi eftir rúmlega tólf mínútna eftirför verða yfirheyrðir síðar í dag. Fjórir lögreglumenn slösuðust minniháttar á meðan á eftirförinni stóð og í lok hennar.

Maðurinn stofnaði samborgurum sínum í gríðarlega hættu og verður málið rannsakað með tilliti til þess, að sögn Margeirs Sveinssonar lögreglufulltrúa hjá umferðardeild. Ökumaðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Hann er talinn hafa ekið undir áhrifum örvandi efna.

Ökuníðingurinn, sem er fæddur 1983, virti ekki stöðvunarskyldu á Bústaðavegi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þegar lögregla gaf honum merki um að stöðva hélt hann för sinni áfram og ók á allt að 180 kílómetra hraða austur Vesturlandsveg.

Fjórar lögreglubifreiðar tóku þátt í eftirförinni og þá gerði lögregla ráðstafanir víðsvegar um borgina. Þvinga þurfti ökumanninn til þess að stöðva bifreiðina. Við það slösuðust fjórir lögreglumenn minniháttar en ökumaðurinn og farþegi hans meiddust ekki.

Mennirnir verða færðir til skýrslutöku í dag og verður málið rannsakað með tilliti til 168. greinar og 4. málsgreinar 220. greinar almennra hegningarlaga.


Tengdar fréttir

Ók á tæplega 200 kílómetra hraða

Lögreglan er búinn að handtaka ökumanninn sem reyndi að komast undan lögreglunni nú fyrir stundu. Þegar hann ók hvað hraðast þá var hann á 180 kílómetra hraða á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×