Fleiri fréttir

Ámælisvert að þiggja tugmilljóna styrki

Varaformaður Framsóknarflokksins segir ámælisvert að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi þiggja tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum eftir að stjórnmálaflokkarnir höfðu náð samkomulagi um breytingar á lögum varðandi styrki til þeirra og stutt í að ný lög tækju gildi.

„Ég held ekki nei“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvölfréttum Stöðvar 2 að hann teldi að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi haft vitneskju um styrkina eftir að styrkirnir komu í hús eins og Bjarni orðaði það.

Meintur árásarmaður ekki lengur í haldi lögreglu

Lögreglan hefur slepp karlmanni um sjötugt sem grunaður er um að hafa stungið konu á fimmtugsaldri í íbúð í Meðalholti í morgun. Maðurinn neitar sök en konan heldur því staðfestlega fram að maðurinn hafi stungið sig. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Steini í Kók sá um FL-styrkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Þorsteinn Jónsson, oft kenndur við Kók, og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans segjast hafa staðið fyrir söfnun hárra styrkja frá FL Group og Landsbankanum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi þeir gert eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hafði samband við þá og upplýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Guðlaugur hafi ekki haft frekari afskipti af málinu, segja þeir félagar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.

Þing verður rofið um miðja næsta viku

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, telur að Alþingi verði rofið um miðja næstu viku vegna komandi þingkosninga. Hann segir að semja verði um frumvörp sem ágreiningur er um.

Bjarni í beinni útsendingu í kvöldfréttum

Rætt verður við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan hálf sjö. Mikið hefur verið fjallað um risastyrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Rætt verður við Bjarna um málið.

Ætlaði að smygla 250 milljónum til Gaza

Egypska lögreglan stöðvaði nýverið för manns sem talinn er hafa ætlað að smygla tveimur milljónum dollara til Hamassamtakanna á Gazasvæðinu í Palestínu. Upphæðin samsvarar 250 milljónum íslenskra króna.

Umhverfisfræðingar gagnrýna auglýsingu sjálfstæðismanna

Félag umhverfisfræðinga gagnrýnir nýlega auglýsingu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um frumvarp til breytinga á stjórnarskrá. Félagið harmar að Sjálfstæðisflokkurinn skuli slíta úr samhengi umsögn félagsins og frábiður sér að faglegar umsagnir um þingmál séu misnotaðar í pólitískum tilgangi.

Einn látinn eftir skotárás í Hollandi

Einn er látinn og þrír slasaðir eftir að maður hóf skothríð á þéttsetnu kaffihúsi í borginni Rotterdam í Hollandi í dag. Kaffihúsagestir yfirbuguðu manninn og héldu honum föngnum þangað til lögregla kom á staðinn.

Maóistar drápu fimm lögreglumenn

Maóistar drápu fimm lögreglumenn og særðu þrjá í austuhluta Indlands skömmu áður en ráðgert var að Sonia Gandhi, leiðtogi Kongressflokksins, ávarpaði fjöldafund í nágrenni morðstaðarins.

Atvinnulausir rúmlega 17.500

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast og nú eru 17.552 manns án atvinnu á landinu öllu. Hafa verður í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, það er að segja þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Á vef Vinnumálastofnunnar segir að yfir 3000 manns eru á hlutabótum.

Ákvörðun um endurtalningu frestað

Hæstiréttur Moldavíu ákvað að fresta í dag umfjöllun sinni um beiðni forseta landsins um endurtalningu atkvæða í þingkosningunum þar í landi síðastliðinn sunnudag.

Stefnir í hörmulegan kosningaósigur Sjálfstæðisflokksins

Hremmingar Sjálfstæðisflokksins nú eru þær alvarlegastu sem hann hefur lent í í rúm 20 ár og jafnvel frá upphafi. Þetta sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Gunnar Helgi sagði jafnframt að það stefni í hörmulegan kosningaósigur hjá Sjálfstæðisflokknum.

Framsókn mun birta yfirlit yfir styrki

Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna.

Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans

Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi.

Leiðtogarnir fluttir á brott í þyrlum

Tælensk stjórnvöld þurftu að aflýsa fundi leiðtoga í Asíu í annað sinn á fimm mánuðum eftir að þúsundir mótmælenda réðust í gegnum öryggisgæsluna á hótelinu í bænum Pattaya þar sem fundurinn átti að fara fram.

Níu létust í sprengjuárás í Írak

Níu arabískir hermenn létust og 31 særðist í sjálfsvígsárás í Babel í suðurhluta Íraks í morgun. Hermennirnir stóðu í biðröð við herstöð til að sækja launaseðla sína þegar árásin var gerð.

Kjartan vissi um styrkina

Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag.

Skíðasvæðin víða opin

Allir sem mæta í lopapeysu á skíðasvæðið í Dalvík fá óvæntan glaðning „Heiðrum íslensku sauðkindina og fyllum fjallið af mislitum lopapeysum,“ segir Einar Hjörleifsson umsjónarmaður. Hinir Svarfdælsku Bakkabræður mæta á svæðið. Útbúinn hefur verið sérstök braut fyrir snjóþotur og stigasleða. Skíðasvæðið verður opnar klukkan 10 og verður opið til 17.

Víða hálka

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að víðsvegar um landið eru hálka og hálkublettir. Aðalleiðir á Suðurlandi eru auðar en hálkublettir eru á Lyngdalsheiði. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á nokkrum öðrum heiðum á Vesturlandi.

Ók utan í allt að sex bíla

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglumenn handtóku mann grunaðan um að aka undir áhrifum áfengis eftir að hann ók á og utan í fjórar til sex kyrrstæðar bifreiðar í Grettisgötu. Samkvæmt lögreglu er bifreiðarnar talsvert skemmdar.

Rannsakar styrki til flokka

Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni.

Kona flutt á slysadeild eftir hnífsstungu

Rétt fyrir klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að kona hefði verið stungin í Austurborginni. Konan var flutt á slysadeild en mun ekki vera í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaður var handtekinn vegna málsins.

Siðfræðingur hættir í SUS

Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS.

Fjölmenni sótti sundlaugarnar í dag

Fjölmenni nýtti sér góða veðrið í dag til sundferða en aðeins tvær sundlaugar voru opnar í höfuðborginni, það voru Árbæjarlaug og Laugardalslaug. Fjölmennt var í báðum laugum og sagði starfsmaður Laugardalslaugar, sem fréttastofa talaði við, að svo fjölmennt hefði verið að á tíma hefði verið nánast allir fataskápar.

Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir.

Gréta verður framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins

Gréta Ingþórsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins af Andra Óttarssyni, en Andri tilkynnti um starfslok sín í dag. Gréta hefur verið ráðin fram yfir kosningar. Gréta var aðstoðarmaður Geirs H. Haarde forsætisráðherra frá árinu 2007 til 2009. Hún var áður framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna.

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hættir

Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar upp

Bjarni og Þorgerður funda með Guðlaugi

Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson funda nú um stöðu flokksins í skugga frétta um að flokkurinn hafi tekið við 30 milljónum króna frá FL Group og 25 milljónum króna frá Landsbankanum í árslok 2006. Komið hefur fram að mikil ókyrrð hefur verið í flokknum frá því að fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá málinu á þriðjudag og er hávær krafa um að upplýst verði um framvindu málsins.

Sakaði þingmann Sjálfstæðisflokksins um að aka á sig

Þingflokksfundi sjálfstæðismanna sem átti að halda í Valhöll klukkan þrjú var frestað þar til síðar í dag. Margir þingmenn voru mættir til fundarins þegar ákveðið var að bíða með fundarhöldin. Þar á meðal var Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún fékk óblíðar móttökur mótmælenda sem hindraði

Struku frá Stuðlum

Fjórar stúlkur struku frá Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins fyrir unglinga við Fossaleyni, eftir hádegið í dag. Að sögn lögreglunnar á hofuðborgarsvæðinu eru stúlkurnar komnar í leitirnar og munu væntanlega fara aftur upp á Stuðla. Lögreglan segir að stúlkurnar hafi ekki verið komnar langt á veg þegar þær fundust aftur.

Græddu andlit á manneskju

Sjúkrahús í Boston hefur grætt andlit á manneskju og er talið að þetta sé önnur aðgerð þessarar tegundar sem framkvæmd er í öllum heiminum. Á alfræðiorðavefnum wikipedia kemur fram að andlitságræðslur séu enn á tilraunastigi. Þær eru hugsaðar fyrir fólk sem hefur sár í andliti vegna áfalla, bruna eða sjúkdóma.

Bjarni og Guðlaugur ræddu um styrkina

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni flokksins, vegna hárra fjárstyrkja sem flokkurinn fékk í árslok 2006. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna sem var birt hér á Vísi í gærkvöld. Í viðtalinu kemur fram að Bjarni og Guðlaugur hafi farið yfir málið og skipst á skoðunum á hreinskiptin hátt.

Vinstri grænir fengu hæst 1 milljón króna

Hæsti styrkur sem Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk á árinu 2006 var frá Samvinnutryggingum en hann nam einni milljón króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem VG sendi frá sér í dag. Þar segir að áður en lög um fjármál flokkanna voru samþykkt hafi Vinstri græn unnið eftir eigin reglum að öll fjárframlög yfir 500 þúsund krónum skyldu birt í ársreikningi, þ.e. hver gaf og hversu mikið. Samvinnutryggingar séu eina tilfellið sem þetta hafi átt við um.

Hvolsvallarlögregla herðir umferðareftirlit

Lögreglan á Hvolsvelli verður með sérstakt hálendiseftirlit á láði og í lofti um páskahelgina. Sérstaklega verður fylgst með ástandi ökumanna, bæði hvað varðar ölvunar-, fíkniefna- og svo utanvegarakstur.

Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006

Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna.

Sjá næstu 50 fréttir