Innlent

Hvolsvallarlögregla herðir umferðareftirlit

Lögreglan mun fylgjast vel með ökumönnum um helgina. Mynd/ lögreglan.
Lögreglan mun fylgjast vel með ökumönnum um helgina. Mynd/ lögreglan.
Lögreglan á Hvolsvelli verður með sérstakt hálendiseftirlit á láði og í lofti um páskahelgina. Sérstaklega verður fylgst með ástandi ökumanna, bæði hvað varðar ölvunar-, fíkniefna- og svo utanvegarakstur.

Í frétt á vef lögreglunnar er brýnt fyrir fólki að akstur utan vega er bannaður og getur valdið miklum spjöllum á óspilltri náttúru. Þá er ítrekað fyrir fólki að notkun áfengis eða vímuefna fari ekki saman við akstur bifreiða. Með þessu verði fylgst um þessa helgi og byrji eftirlit í dag á sérútbúnum lögreglubíl til fjallaferða og ölvunareftirlits. Einnig verði þyrla Landhelgisgæslunar til aðstoðar með lögreglu um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×