Fleiri fréttir

Eldur logaði í gámi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Faxafeni á fjórða tímanum í nótt þar sem kveikt hafði verið í blaðagámi. Að sögn lögreglu var um lítinn eld að ræða og gekk greiðlega að slökkva hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi verið tíðindalítil. Fáir hafi verið á ferli í miðbænum og allt gengið vel fyrir sig.

Maersk Alabama á leið til Kenýa

Bandaríska flutningaskipið Maersk Alabama er nú á leiðinni til Kenýa eftir að sómölskum sjóræningjum mistókst að ná skipinu á sitt vald. Þeir tóku hinsvegar skipstjórann Richard Philips höndum, en samkvæmt fréttavef BBC þá bauðst hann til þess að fara með þeim gegn því að áhöfinin fengi að sigla áfram.

Pyntingafangelsum CIA lokað

Hinum hrollvekjandi leynifangelsum sem bandaríska ríkisstjórnin starfrækti víðsvegar um hin vanþróaða heim, hefur verið lokað, samkvæmt yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar.Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Grétar Mar: Krefst upplýsinga um fjáröflunarnefnd

„Ég vil bara að Guðlaugur segi satt og rétt frá," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins en hann gerir kröfu um að Guðlaugur eða formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, upplýsi hverjir voru í fjáröflunarnefnd flokksins. Það er að segja, hverjir fengu þessa umdeildu styrki.

Sjálfstæðismenn hóta FL Group kæranda

„Sjálfstæðismenn eru byrjaðir á því að hringja í mig og ausa mig skömmum," segir Finnbogi Vikar sem kærði styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins en kæruna afhenti hann starfsmanni Ríkislögreglustjóra í dag. Fyrir vikið hefur Finnbogi fengið nafnlaus símtöl þar sem einstaklingar vilja draga úr honum og hvetja hann til þess að kæra ekki málið.

Bjarni Ben: Ég er sár og svekktur

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það komi fjarhagslega illa við flokkinn að þurfa að endurgreiða styrki frá FL Group og Landsbanka, en flokkurinn hafi hins vegar ekki efni á að endurgreiða þá ekki. Hann segist sár og svekktur yfir því að þetta mál kom upp.

Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi

Enginn í forystu Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn hans, að Geir H, Haarde undanskildum, kannast við að hafa óskað eftir tugum milljóna í styrk frá FL Group og Landsbankanum.

Lamdi fyrrverandi kærustuna sína

Tveir menn gengu hrottalega í skrokk á nítján ára stúlku á Vesturgötunni í Reykjavík í nótt. Fyrrverandi kærasti stúlkunnar og maður voru handteknir vegna árásarinnar. Þeir höfðu ruðst inn á heimili stúlkunnar og lamið hana þar.

Símaviðtal við Bjarna Benediktsson

Hér má heyra í heild sinni símaviðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um styrkveitingar FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins 2006, skömmu áður en lög um styrki við stjórnmálaflokka tóku gildi.

Hluthafi FL Group kærir risastyrk

„Á þessum tíma var ég hluthafi og og langar að fá svör," segir lögfræðineminn Finnbogi Vikar sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á risastyrk FL Group upp á þrjátíu milljónir til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006.

Umfjöllun um kosti og galla Evrópusambandsins

Spurningin um stöðu Íslands í Evrópu ræður miklu í aðdraganda þingkosninganna sem fram fara hinn 25. apríl næst komandi. Meirihluti Íslendinga vill viðræður við sambandið um hugsanlega aðild en mun færri eru tilbúnir til að samþykkja aðild án þess að hafa séð samningsniðurstöðuna fyrst. Lóa Pind Aldísardóttir var með ítarlega fréttaskýringu um málið í Íslandi í dag í gærkvöldi, sem sjá má hér

Guðlaugur Þór: Hafði ekki milligöngu um risastyrki

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér rétt fyrir fréttir, að það sé rangt sem fullyrt sé í svo kallaðri fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag, að hann hafi hafi haft samband við tiltekin fyrirtæki og óskað fjárframlaga til Sjálfstæðisflokksins. Hið rétta sé að hann hafi fengið nokkra einstaklinga í flokknum til að aðstoða skrifstofu hans við fjársöfnun sem fram fór síðari hluta árs 2006. Guðlaugur segist ekki hafa óskað eftir styrk frá neinu ákveðnu fyrirtæki eða einstaklingi til Sjálfstæðisflokksins enda hafi hann hvorki haft umboð til þess né áhuga.

Skúli Helgason: Heildarmynd styrkja liggur ekki fyrir

Fyrrum framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar, Skúli Helgason, vill að Samfylkingin opni bókhald sitt frá árinu 2006. Hann tekur þó fram í bloggfærslu á heimasíðu sinni að heildarmynd liggi ekki fyrir vegna styrkja til flokksins árið 2006.

Lamdi son sinn með hárbursta

Bresk móðir missti stjórn á skapi sínu og lamdi tíu ára gamlan son sinn með hárbursta í öxlina. Móðirinn sagðist hafa gert það því drengurinn hafi verið að drolla og ekki viljað klæða sig í fötin sín. Í ljósi þess að þau voru að verða sein, og móðirinn var verulega stressuð að eigin sögn, þá sló hún hann í öxlina tvívegis með hárburstanum.

Samfylkingin með mest fylgi

Samfylkingin nýtur mest fylgis allra flokka með 32,6 prósent samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Samfylkingin fékk mest fimm milljónir

Samfylkingin fékk fimm milljón króna framlag frá einu fyrirtæki árið 2006 samkvæmt heimildum Vísis. Ekki er ljóst hvaða fyrirtæki studdi flokkinn svo rausnarlega en Jóhanna Sigurðardóttir hét því í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún myndi reyna að opna fyrir bókhald flokksins árið 2006. Búist er við því að bókhaldið verði ekki opnað fyrr en eftir helgi.

Sátu allir í nefnd um hámarksstyrki

Guðlaugur Þór Þórðarson auk Kjartans Gunnarssonar sátu í nefnd allra flokka sem var falið að fjalla um fjárframlög til stjórnmálaflokkanna. Geir H. Haarde leiddi nefndina en hann hefur nú tekið opinbera ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrkjum FL Group og Landsbankans viðtöku.

Svínsleg meðferð

Flest dauðsföll bandarískra hermanna í Afganistan verða þegar þeir lenda á vegasprengjum í brynvögnum sínum.

VG vill stórauka störf í ferðaiðnaði

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna kynnti í gær áætlun flokksins um uppbyggingu atvinnumála. Alls telur flokkurinn í greinagerð að mögulegt sé að skapa allt að átján þúsund störf á næstu árum. Flest þessara starfa myndu vera við ferðamannaiðnað, eða allt að 4300.

Björgólfur Thor: Okkur hefur ekki verið stefnt

Björgólfur Thor Björgólfsson segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér nú í morgun að honum og föður hans, Björgólfi Guðmundssyni hafi ekki verið stefnt vegna vangoldinnar skuldar.

Fréttablaðskassar á Álftanesi

Íbúar á Álftanesi geta frá og með deginum í dag nálgast Fréttablaðið í svokölluðum Fréttablaðskössum, sem hafa verið settir upp við götur sveitarfélagsins.

Misræmi Guðlaugs Þórs

Misræmi er á milli þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagði um vitneskju sína um styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins og þess sem Morgunblaðið fullyrðir um málið í dag.

Framsókn íhugar að opinbera bókhald

„Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera.

Ölvunareftirlit á Akureyri

Lögreglan á Akureyri er með sérstak ölvunareftirlit í bænum en mikið af ferðafólki hefur verið að streyma til bæjarins. Lögreglan hafði þegar stöðvað tug ökumanna í morgun og kannað ástand þeirra en fæstir reyndust ölvaðir. Að sögn varðstjóra verður eftirlitið eins yfir helgina og hvetur fólk til þess að drekka ekki og keyra.

Fimm líkamsárásir í nótt

Fimm líkamsárásir eru tiil rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina í nótt. Alla árásirnar eru minniháttar líkamsárásir. Talsverður erill var í miðborginni en fangageymslur lögreglunnar eru fullar.

Sagði af sér vegna glappaskots

Aðstoðarlögreglustjóri Scotland Yard í Bretlandi sagði í morgun af sér eftir glappaskot sem talið er að hafi orðið til að flýta aðgerð gegn grunuðum al-Kaída liðum í Bretlandi.

Sjálfstæðismenn sviku hina flokkana

„Ef þetta er rétt er þetta með ólíkindum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þrjátíu milljóna styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í desember 2006.

Vill létta leynd af styrkjum

stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar, ríki einhver leynd yfir þeim. Svo geti verið að í einhverjum tilfellum hafi aðilar veitt styrki með leynd í huga, en leitað verði til þeirra og óskað eftir að leyndinni verði aflétt.

Ríkisstjórnin með öruggan meirihluta

Skoðanakönnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar talsvert samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi nú, en 29,1 prósents fylgi í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum. Munurinn er 4,3 prósent.

Stjórnmálafræðingur gáttaður á risastyrkjum

„Ég er eiginlega gáttaður á því hvað fjárhæðin er há. Maður hélt að þetta væri eitthvað sem gerðist ekki í íslenskum stjórnmálum," segir stjórnmálafræðingurinn Einar Már Þórðarson spurður út í risastyrki Landsbankans og FL Group til Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson: Risastyrkur ekki tengdur REI

„Ég hef ekki minnstu ástæða til þess að ætla að málið tengist REI málinu," svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurningu á opnum borgarafundi í Suðvesturkjördæmi en spurningin kom frá einum gestanna.

Útilokar kosningar um aðildarviðræður

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær út af borðinu hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðild að ESB segir hún vera grundvöll að stefnu Samfylkingarinnar í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosningar.

Ábyrgð Geirs stórjókst á sjö mínútum

Ábyrgð Geirs H. Haarde jókst talsvert á sjö mínútum því fyrsta fréttatilkynningin sem fjölmiðlum barst í hendur sagðist hann bera ábyrgð á 30 milljón króna styrk FL Group til flokksins. Þar var ekkert minnst á 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum.

Bankaráð samþykkti ekki 25 milljóna styrk

Bankaráð Landsbankans samþykkti ekki 25 milljón króna styrk til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og hafði enga vitneskju um það. Þetta staðhæfir Ásgeir Friðgeirsson, sem var aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs.

Ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær út af borðinu hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það tefji aðeins málið og gefi ekki raunsanna mynd á kostum og göllum aðildar fyrir kjósendur. Aðild að ESB segir hún vera grundvöll að stefnu Samfylkingarinnar í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosningar.

Landsbankinn styrkti Sjálfstæðismenn um 25 milljónir

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurgreiða styrki sem þeir fengu frá bæði FL Group, sem nam þrjátíu milljónum króna, og svo Landsbankanum, sem styrkti flokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér.

Búsáhaldabylting hafin á ný

Þrjátíu til fjörtíu manns hafa tekið stöðu fyrir framan Alþingishúsið og eru að mótmæla vopnuð pönnum og pottum. Lögreglan er með lágmarksviðbúnað og stendur vörð á svæðinu og fylgist með.

Geir H. Haarde tekur ábyrgð á FL styrk

Fyrrum forsætisráðherrann Geir H. Haarde tekur alla ábyrgð á að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrk FL Group viðtöku í lok desember árið 2006. Þá var Geir formaður flokksins. Hann segir jafnframt í yfirlýsingu að framvkæmdarstjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri enga ábyrgð á þessu máli.

Sjá næstu 50 fréttir