Fleiri fréttir

Rafræn ferðaheimild til Bandaríkjanna tekur gildi í dag

Frá og með deginum í dag þurfa þeir sem hyggja á ferðalag til Bandaríkjanna að sækja um rafræna ferðaheimild, svokallaða ESTA. Hún mun koma í stað eyðublaðsins sem hingað til hefur verið afhent um borð í flugvélum á leið til Bandaríkjanna.

Óskaði Obama alls hins besta - hryðjuverkaárás vofir enn yfir

George W. Bush fráfarandi Bandaríkjaforseti hélt sinn síðasta blaðamannafund á ferlinum í Hvíta húsinu í dag. Hann sat fyrir spurningum fréttamanna og þar kom meðal annars fram að engar líkur séu á vopnahléi á Gaza svæðinu ef Hamas samtökin hætta ekki að skjóta eldflaugum á Ísrael.

Umboðsmaður snuprar fjármálaráðuneytið

Umboðsmaður Alþingis snuprar fjármálaráðuneytið fyrir að hafa ekki svarað fyrirspurn frá framkvæmdastjóra fyrirtækis þar sem óskað var eftir því að ráðuneytið svaraði fyrri áskorun þess um lækkun á álagningu eldsneytis á hópbifreiðar.

Ungir Sjálfstæðismenn ánægðir með Guðlaug Þór

Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar þeim breytingum sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur lagt til á sviði heilbrigðismála. Með tillögunum er gerð tilraun til þess að ná fram varanlegum umbótum á rekstri heilbrigðisstofnana á Íslandi í því skyni að auka skilvirkni og hagræði.

Þrír vilja á formannsstól í VR

Framboðsfrestur til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs VR rann út á hádegi í dag og fundar kjörstjórn félagsins þessa stundina til að fara yfir framboðin. Þrír hafa gefið kost á sér til formanns, en það eru þeir Gunnar Páll Pálsson, núverandi formaður félagsins, Lúðvík Lúðvíksson og Kristinn Örn Jóhannesson.

Ástralir skelfingu lostnir yfir hákarlaárásum

Kafarinn Steven Foggerty segist hafa fundið sting í annari löppinni og strax áttað sig á hverju sætti. „Ég leit niður til þess að athuga hvort lappirnar væru enn á sínum stað og sem betur fer voru þær það.“ Foggerty segist að því búnu hafa lamið og barið frá sér af öllum mætti til þess að verjast frekari árásum. Það bar árangur og forðaði hákarlinn sér.

Mikið magn af olíu lak á götuna

Talið er að um 50 til 100 lítrar af olíu hafi lekið úr strætisvagni í nótt og í morgun þar sem hann var staðsettur á lóð Strætó við Helstháls. Slökkviliðið var kvatt á staðinn um hálfníuleytið í morgun og hófst þegar handa við að hreinsa upp olíuna ásamt mönnum frá Hreinsitækni. Hreinsunarstarfið gekk vel að sögn slökkviliðsins og tók um klukkustund.

Robert Wade á Borgarafundinum í kvöld

Borgarafundur verður haldinn í Háskólabíó í kvöld klukkan 20:00 í áttunda sinn. Öllum formönnum stjórnmálaflokkanna og Viðskiptaráði Íslands hefur verið boðin þátttaka í pallborðsumræðum. Efni fundarins er íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar og spurt er hvað hafi farið úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir. Þetta kemur fram í frétt frá aðstandendum fundarins.

Sarah Palin sár og reið

Sarah Palin er ekki búin að jafna sig eftir ósigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hún er bitur út í fjölmiðla sem hún segir hafa gert grín að sér.

Aðgerðir til að sporna við atvinnuleysi í vinnslu

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað starfshóp um vinnumarkaðsaðgerðir með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaganna, fjármálaráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Hlutverk starfshópsins er að móta tillögur um aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi.

Bjarni segir ekki ákveðið að hann taki við af Birni

Bjarni Benediktsson alþingismaður segir það ekki hafa verið ákveðið að hann taki við embætti dómsmálaráðherra, eins og Fréttablaðið fullyrti um helgina. Hann segir ekkert hafa verið ákveðið um framtíðar ráðherraskipan.

Norðmenn reyna að tala um fyrir Íslendingum

Fjögurra manna nefnd frá norska Miðflokknum og flokki Jafnaðarmanna kom hingað til lands um helgina í þeim tilgangi að reyna að tala um fyrir Íslendingum og leiða þá í sanninn um að Evrópusambandsaðild muni ekki verða Íslandi hagstæð.

Heiftarleg átök á Gaza í morgun

Ísraelskir hermenn og liðsmenn Hamas hafa háð heiftarlega skotbardaga á Gaza ströndinni í morgun. Tæplega 900 Palestínumenn hafa fallið í átökunum.

Þingvallavegur lokaður á morgun

Á morgun verður Þingvallavegur nr. 36 lokaður vegna ræsagerðar frá klukkan 9 - 17. Vegfarendum er bent á Suðurlandsveg og Biskupstungnabraut að Þingvöllum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni sem bendir einnig á að ekki sé ráðlegt faraNesjavallaleiðina af því að sá vegur er ekki í þjónustu.

Íslensk kona í Palestínu óttast ísraelska hermenn og lögreglu

Íslensk kona sem býr í Jerúsalem, í um þriggja tíma akstursleið frá Gaza, segist varla hafa komist út úr húsi eftir að átökin á Gaza hófust í desember. Konan sem býr þar ásamt palenstínskum eiginmanni og tveimur dætrum sínum hefur dvalið í Pakistan frá því í ágúst síðastliðnum. Vegabréfsáritun hennar er útrunnin og þess vegna óttast hún afskipti lögreglu og hermanna.

Mótmæli við stjórnarráðið - myndband

Hópur fólks kom saman fyrir framan stjórnarráðið í morgun til þess að mótmæla framferði Ísraelsmanna á Gaza. Um fimmtíu manns taka þátt í mótmælunum og hefur rauðri málningu verið kastað á veggi hússins og flugeldar hafa verið sprengdir á tröppunum.

Serbar setja fé til höfuðs Mladic

Serbnesk yfirvöld heita nú einni milljón evra í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku stríðsglæpamannsins Ratko Mladic.

Gasmál ESB og Rússa enn í uppnámi

Enn eru gasmál Evrópusambandsins og Rússa í uppnámi eftir að þeir síðarnefndu sögðu upp samkomulagi um eftirlit með gasdælingu gegnum Úkraínu til ríkja ESB.

Asíubréf lækkuðu í morgun

Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í morgun, einkum bréf iðn- og framleiðslufyrirtækja hvers kyns. Bréf alþjóðlega námufyrirtækisins Rio Tinto Group, móðurfélags Alcan í Straumsvík, lækkuðu til að mynda um 5,3 prósentustig og Keppel-fyrirtækið, sem smíðar olíuborpalla, lækkaði um rúmlega sjö prósentustig eftir að stór pöntun til þess var dregin til baka.

Aftakaveður í Noregi um helgina

Norðmenn fengu heldur betur að finna fyrir náttúruöflunum um helgina þegar aftakaveður gekk yfir nánast allan Noreg á sama tíma. Snjóflóð og grjótskriður lokuðu vegum, óvenjuhátt sjávaryfirborð olli flóðum víða við strendur og úrkoma var langt yfir meðallagi enda gengu tvær krappar lægðir samtímis yfir landið.

Fimmtán dönsk börn í SMS-meðferð í fyrra

Um það bil 15 dönsk börn og ungmenni gengust á síðasta ári undir meðferð hjá sérstakri hjálparstofnun á Sjálandi til að venja sig af SMS-fíkn. Að sögn starfsmanns stofnunarinnar var yngsti skjólstæðingurinn tólf ára gamall.

Slapp ótrúlega vel frá hákarlsárás

Þrettán ára stúlka þykir hafa sloppið ótrúlega vel frá árás fimm metra langs hvíthákarls undan austurströnd Ástralíu um helgina en hákarlinn beit brimbretti, sem stúlkan var á, í tvennt og slasaði hana alvarlega á hægra fæti.

Morðalda í Mexíkó

Morð og mannrán eru um þessar mundir tíðari í Mexíkó en nokkru sinni fyrr og hyggjast stjórnvöld þar í landi grípa til stórhertra aðgerða gegn eiturlyfjahringjum og skipulagðri glæpastarfsemi.

Vel á öðru hundraðinu í hálku

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn vegna hraðaksturs á Biskupstungnabraut. Annar mældist á 116 kílómetra hraða en hinn á 130, þrátt fyrir að hálka væri á veginum.

Ölvaður ökumaður reyndist á stolnum bíl

Ölvaði ökumaðurinn, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði eftir nokkra eftirför í gærmorgun, reyndist hafa tekið bílinn ófrjálsri hendi. Það kom fram við yfirheyrslur yfir honum í gærkvöldi.

Saka oddvitann um að stela bókhaldinu

Þegar Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps, mætti til vinnu eftir jól mætti honum stórskemmd hurðin á hreppsskrifstofunni. Brotist hafði verið inn og tölvum með gögnum hreppsins stolið. Þau eru ófundin.

Pandan Gu Gu söm við sig

Pandan Gu Gu í dýragarðinum í Peking er allt annað en gestrisin í garð óboðinna gesta. Á því fékk maður að kenna á miðvikudag þegar hann klifraði yfir eins og hálfs metra háa girðingu til að ná í leikfang sem fimm ára sonur hans hafði misst ofan í búr pöndunnar.

Tillögufrestur rennur út í dag

Frestur til að skila inn tillögum vegna hönnunar sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Kína, EXPO 2010, rennur út í dag. Fimm fyrirspurnir um verkefnið bárust Ríkiskaupum áður en frestur til fyrirspurna rann út. Leigður verður 500 fermetra skáli fyrir Ísland á svæði með hinum Norðurlöndunum. Eftir að kreppan hófst var ákveðið að framlag ríkisins verði um það bil aðeins þriðjungur af því sem var áætlað. Ríkið muni þannig verja um 150 milljónum í sýninguna og fá þess utan framlög frá fyrirtækjum. - gar

Atvinnurekendur svíkja út bæturnar

Fyrirtæki og einstaklingar misnota atvinnuleysisbætur vegna hlutastarfs í auknum mæli og nýta þær sem launagreiðslur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Hærri greiðslur frá áramótum

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna sem annast sólarhringsvistun fatlaðra barna í skamman tíma hækkuðu um 12,5 prósent um áramótin.

Segja tölur um gjaldþrot ýktar

Ekki er raunhæft að ætla að 3.500 fyrirtæki verði gjaldþrota á árinu, eins og tölur sem Credit Info á Íslandi hefur tekið saman gefa til kynna. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Hann segir að hér sé skuldastaða fyrirtækjanna tekin miðað við gengi krónunnar eins og það sé í dag. Það sé ekki raunhæft viðmið, enda vitað að gengið eigi eftir að styrkjast.

Frjálslyndir funduðu í framsóknarvígi

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og þingflokksformaðurinn Jón Magnússon funduðu með ríflega sjötíu Íslendingum á Klöru­bar á Kanaríeyjum á laugardag. Barinn hefur hingað til verið þekktur sem mikið vígi framsóknarmanna og þeir reglulega haldið þar fundi.

Ríkisfyrirtæki bíða úrskurðar kjararáðs

Stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins fara yfir tilmæli ríkisstjórnarinnar um að lækka laun helstu stjórnenda á næstunni. Talið er að niðurstaða kjararáðs varðandi launalækkun æðstu embættismanna og stórra hópa í þjónustu ríkisins geti lagt línuna fyrir ríkisfyrirtæki og er því beðið eftir niðurstöðu kjararáðs. Undirbúningur kjararáðs hefst á næstunni og má búast við að niðurstaða liggi fyrir síðar í janúar.

Mikil aðsókn á landsfund

Allflest félög í Sjálfstæðisflokknum hafa gengið frá skráningu landsfundarfulltrúa sinna samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu flokksins. Mikill áhugi á fundinum er talinn stafa af stöðu efnahagsmála á Íslandi auk þess sem ákvarðanir um stefnu flokksins í Evrópumálum liggja fyrir fundinum.

Svo sannarlega ekkert lamb að leika sér við

„Lambið er mjög sprækt og ljónstyggt svo að það er mjög erfitt að nálgast það,“ segir Hlynur Sigurðarson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem ásamt þremur öðrum björgunarsveitarmönnum og sex bændum gerði árangurslausa tilraun til að ná lambi af syllu í Úlfarsfelli í gær.

Verka fisk við Malavívatn

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur sett upp fiskverkunaraðstöðu í þorpinu Madzedze við Malavívatn. Aðstaðan gæti hugsanlega orðið fyrirmynd fleiri slíkra umhverfis Malavívatn. „Framtíðin verður að dæma um hvort vel hafi til tekist og hvort þetta verði fiskimannafjölskyldum til framdráttar með aukinni fæðuöflun,“ er haft eftir Stefáni Kristmannssyni, verkefnastjóra fiskimála hjá ÞSSÍ í Malaví, í tilkynningu.

Náttúrulegu skilyrðin góð

Síðasta ár var metár í innvigtun mjólkur en rúmum 126 milljónum lítra af mjólk var skilað til samlaga innan Samtaka afurðastöðva á árinu.

Segir umræðuna í sjálfheldu

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra útilokar ekki lengur að látið verði á það reyna hvaða árangur gæti náðst í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hann telur það nauðsynlegt í ljósi þess endurmats sem nú fer fram í Evrópumálum í kjölfar bankahrunsins. Hann segir hins vegar ljóst að samningsmarkmið slíkra viðræðna yrðu út frá hagsmunum Íslands og gengu lengra en hjá öðrum þjóðum.

Endurskoðun fer á fullt

Formenn og samninganefnd Alþýðusambandsins, ASÍ, hefur átt fund með forystu opinberra starfsmanna í því skyni að taka upp samningaviðræður um að framlengja kjarasamninga sem losna um miðjan febrúar. Upp úr viðræðum við ríkið slitnaði fyrir jól.

Sjá næstu 50 fréttir