Erlent

Grískum skipajöfri rænt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Panagopoulos.
Panagopoulos. MYND/Getty Images

Þrír vopnaðir menn rændu gríska skipajöfrinum Pericles Panagopoulos í gær þegar hann var að yfirgefa heimili sitt í úthverfi höfuðborgarinnar Aþenu.

Einkabílstjóra Panagopoulosar var einnig rænt en honum svo sleppt 15 kílómetra frá ránsstaðnum. Panagopoulos er 74 ára gamall og stofnandi Attica Group, umfangsmestu ferjuútgerðar Grikklands. Krafa um lausnargjald hefur ekki verið sett fram enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×