Erlent

Spillingarákærum á hendur Zuma vísað frá

Jakob Zuma.
Jakob Zuma.

Æðsti áfrýjunardómstóll Suður-Afríku hefur snúið við úrskurði undirréttar sem vísaði frá spillingarákærum á hendur Jakob Zuma, formanni Afríska þjóðarráðsins. Mál verður því höfðað gegn honum á nýjan leik. Jakob Zuma verður að öllum líkindum næsti forseti Suður-Afríku.

-Afríska þjóðarráðið sem er helsti stjórnmálaflokkur Suður-Afríku ákvað í lok september sl. að Kgalema Motlanthe, varaformaður flokksins, yrði forseti landsins fram yfir þingkosningarnar í byrjun næsta árs.

Thabo Mbeki sagði af sér forsetaembættinu 21. september en vikuna á undan hafði verið deilt hart á hann og þrýst á afsögn í kjölfar þess að dómari vísaði frá spillingamáli sem var höfðað gegn Jacob Zuma, forseta Afríska þjóðarráðsins.

Mbeki er sagður hafa beitt pólitískum áhrifum sínum svo Zuma yrði lögsóttur en því hefur Mbeki ítrekað hafnað ásökunum. Zuma fór með sigur af hólmi í forsetakjöri Afríska þjóðarráðsins árið 2007 en hann keppti um embættið við Mbeki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×