Innlent

400.000 króna sekt vegna fíkniefnaaksturs

Karlmaður var dæmdur til að greiða 400.000 króna sekt í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa þrisvar sinnum verið stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og í eitt sinn verið farþegi í bíl sem lögregla fann fíkniefni í. Hann mætti ekki við þingfestingu málsins.

Í þrjú fyrrnefndu skiptin var hann ökumaður sömu bifreiðarinnar og var stöðvaður þar sem lögregla taldi hann óhæfann til þess að aka bifreiðinni vegna áhrifa amfetamíns, kókaíns og tetrahýdrókannabínóls. Var maðurinn án ökuréttinda í öll skiptin. Í eitt skipti var hann farþegi í bíl sem lögregla fann hass og maríjúana í.

Auk sektarinnar var maðurinn sviptur ökuréttindum í tvö ár og þarf að greiða málsvarnarlaun upp á rúmlega 500.000 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×