Innlent

Reiknar með að ráða sérstakan saksóknara í dag

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra sagðist vongóður um að ráðið yrði í starf sérstaks saksóknara Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Framlengdur umsóknarfrestur rann út í gær en einn aðili sótti um starfið.

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var staða sérstaks saksóknara auglýst um miðjan desember en umsóknarfrestur rann út þann 29. desember. Þá sótti enginn um starfið og því var fresturinn framlengdur. Hann rann út í gær.

„Nú er 13.janúar og við bíðum eftir póstinum í dag, en ég held að við munum ganga frá því í dag að skipa mann í þetta embætti," sagði Björn í bítinu í morgun.

Hann var þá spurður hvort einhver hefði sótt um starfið.

„Já ég vona að hann hverfi ekki frá því en við erum vongóðir um að við höfum góðan mann til að taka þetta að sér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×