Innlent

Ók á barn og stakk af

Ekið var á barn í Suðurhólum í Breiðholti laust upp úr klukkkan átta í morgun þegar það var á leið í skólann. Þetta gerðist á móts við Hólabrekkuskóla, og ók ökumaður af vettvangi án þess að gæta að líðan barnsins. Það slasaðist lítið en var flutt á Slysadeild til skoðunar og aðhlynningar.

Lögregla lýsir eftir vitnum að atburðinum. Hún útilokar ekki að ökumaður hafi ekki tekið eftir því að bíllinn rakst á barnið, og þessvegna hafi hann ekið á brott, en það skýrist ekki fyrr en ökumaðurinn finnst.

Þá var tilkynnt um að minnsta kosti sjö innbrot í morgun, sem framin hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Bæði var brotist inn í bíla og fyrirtæki, en ekki liggur fyrir hversu miklu hefur verið stolið.

Hvergi er þó um stórþjófnað að ræða. Enginn hefur verið handtekinn vegna þessara innbrota og enginn sérstakur eða sérstakir liggja undir grun, en lögregla vinnur að rannsókn málanna. Þetta eru óvenju mörg innbrot á höfuðborgarsvæðinu á einni nóttu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×