Innlent

Stakk hníf í gegnum hendi manns

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Tuttugu og sjö ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir fyrir að hafa stungið mann með eldhúshnífi í hægri hönd þannig að hnífurinn fór í gegnum höndina. Sauma þurfti saman skurðinn sem hlaust af hnífnum. Ákæra gegn manninum var gefin út 22 desember en málið var þingfest í héraðsdómi í gær. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×