Erlent

Rússar skrúfuðu frá gasinu klukkan sjö

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu.
Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu.

Rússar hétu því að skrúfa á ný frá gasflæði til Evrópu gegnum Úkraínu klukkan sjö. Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, fyrirskipaði í gær að svo yrði gert.

Alexei Miller, framkvæmdastjóri rússneska gasrisans Gazprom, tilkynnti Pútín svo í framhaldinu að hann hygðist skrúfa frá á slaginu 7 og Pútín lagði blessun sína yfir það. Orkumálastjóri Evrópusambandsins segir að þau Evrópulönd sem næst eru Rússlandi byrji að fá gas til sín á ný 24 klukkustundum eftir opnunina en Rússar og Úkraínumenn segja það vera nær 36 stundum. Fimbulkuldi er í Evrópu og hefur gasþurrðin gert mörgu heimilinu alvarlega skráveifu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×