Innlent

Heilbrigðiskerfið einkavætt í skjóli kreppu

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG.
Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG.

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu standi yfir í skjóli kreppunnar. Hann segir afar mikilvægt að Guðlaugur Þór Þórðarsson, ráðherra heilbrigðismála, komi hreint til dyranna hvað þau mál varðar.

Ögmundur segir að þingmenn hafi verið til í að ræða breytingar á heilbrigðiskerfinu með opnum hug. Sá hængur sé hins vegar á að tillögurnar virðast ekki eigi að ræða heldur sé Guðlaugur búinn að taka ákvörðun umræðulaust um þá þætti sem hvað umdeildastir séu.

Heilbrigðisráðherra hugnast ekki einkavæðing

Guðlaugur sagðist í Kastljósi fyrr í kvöld ekki hugnast einkavæðing í heilbrigðiskerfinu en einkarekstur væri annað. Hann sagðist jafnframt ekki vera búinn að færa neinar sjúkrastofnanir til sveitarfélaga.

Með lokun St. Jósefsspítali í núverandi mynd verður megnið af starfsemi hans flutt til Suðurnesja. Byggð verður upp nýr skurðstofurekstur í nýrri aðstöðu í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, hefur sagt að mikilvægt sé að bæjarfélagið taki við allri heilbrigðisþjónustu í bænum svo íbúar missi ekki nauðsynlega þjónustu.

Rætt hefur verið um að Róbert Wessman komi að nýtingu skurðstofa sjúkrahússins í Reykjanesbæ og það hefur Árni staðfest.

Erfiðar aðstæður nýttar til að knýja fram kerfisbreytingar

Ögmundur segir að við þær fréttir hafi vaknað ákveðnar spurningar. ,,Allt bendir til þess að menn ætli að nota þessar erfiðu aðstæður sem þjóðinni hefur verið stefnt inn í til þss að knýja fram kerfisbreytingar að þessu tagi."




Tengdar fréttir

Útilokar ekki uppsagnir

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, útilokar ekki að starfsfólki heilbrigðisstofnanna verði sagt upp störfum í tengslum við fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu. ,,Ég get ekkert fullyrt um það yfir línuna," sagði Guðlaugur aðspurður í Kastljósi í kvöld hvort hann gæti fyllyrt að engum verði sagt upp vegna aðgerðanna. Hann sagði að kerfið sé í stöðugri þróun.

Ungir Sjálfstæðismenn ánægðir með Guðlaug Þór

Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar þeim breytingum sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur lagt til á sviði heilbrigðismála. Með tillögunum er gerð tilraun til þess að ná fram varanlegum umbótum á rekstri heilbrigðisstofnana á Íslandi í því skyni að auka skilvirkni og hagræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×