Erlent

Bush flytur lokakveðju á fimmtudag

George W. Bush.
George W. Bush.
George W. Bush mun flytja lokakveðju úr Hvíta húsinu á fimmtudagskvöld. Þetta hefur AP fréttastofan eftir Dana Perino upplýsingafulltrúa Hvíta hússins. Perino segir að ávarp Bush verði flutt á kjörtíma. Nákvæm tímasetning hefur hins vegar ekki verið valin.

Perino segir að ræðan muni ekki verða neinn svanasöngur um stjórnartíð Bush. Fráfarandi forseti muni hins vegar horfa fram á veginn og votta Barack Obama, tilvonandi forseta, virðingu sína. Bush hélt síðasta blaðamannafund sinn í Washington í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×