Innlent

30% með bílalán í erlendri mynt

Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ er lánasamsetning íslenskra heimila skoðuð. Þar kemur fram að langflestir eða 62% eru með verðtryggt húsnæðislán í íslenskum krónum. Næst algengust eru bílalán í erlendri mynt en 30% aðspurðra eru með slík lán.

Þetta kemur fram í frétt á vef ASÍ. Þar segir ennfremur að 12,5% séu með verðtryggt bílálán í íslenskum krónum, 10% eru með annarskonar lán og tæp 9% eru með húsnæðislán í erlendri mynt. 16% voru ekki með nein lán og er það helst fólk í yngsta og elsta aldurhópnum sem er í þeirri stöðu.

„Bílalán í erlendri mynt eru algengari hjá fólki í hærri tekjuhópunum en það vekur athygli að húsnæðislán í erlendri mynt eru hlutfallslega algengari hjá þeim sem eru í námi en þeim sem stunda fulla vinnu. Greiðslubyrði af myntkörfulánum hefur u.þ.b. tvöfaldast á einu ári vegna veikingar krónunnar.







KökuritCapacent Gallup
Einnig var spurt hversu miklar eða litlar líkur fólk telji á að það geti lent í erfiðleikum við að ná endum saman á næstunni. 54% telja litlar líkur á því en 30% telja miklar líkur á að þeir lendi í erfiðleikum og er það aukning frá því í október þegar 25% svöruðu spurningunni á þann veg. 57% þeirra sem hafa misst vinnuna telja miklar líkur á að þeir geti ekki látið enda ná saman á næstunni. Þá telja 39% þeirra sem hafa tekjur undir 250 þúsundum miklar líkur á að þeir lendi í fjárhagsvandræðum á næstunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×