Fleiri fréttir

Um 130 aðstoðarbeiðnir vegna óveðurs

Um 130 beiðnir um aðstoð bárust samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð vegna óveðursins í kvöld. Ekki bárust tilkynningar slys á fólki en nokkuð var um tjón í stærri kantinum eins og skemmdir á þökum og bifreiðum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum.

Tugir björgunarsveitamanna sinna óveðursútköllum

Um 85 björgunarsveitamenn sinna útköllum á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi vegna óveðurs sem gengur yfir landið og hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð.

Samtök iðnaðarins mótmæla lögum um hækkun áfengisgjalds

Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega lögum Alþingis um hækkun áfengisgjalds, sem felur í sér tæplega 39% hækkun álagningar á bjór. Samtökin telja að þetta gangi í berhögg við þá stefnumörkun að örva íslenska framleiðslu.

Vegurinn undir Hafnarfjalli lokaður

Vegurinn undir Hafnarfjalli er lokaður frá Hvalfjarðargöngum og í Borgarnes. Þar er vindhraðinn 55 m/sek í hviðum. Vegfarendur eru hvattir til þess að fara varlega og bíða af sér mesta veðurhaminn. Reiknað er með að veðrinu sloti á þessu svæði í kring um miðnættið.

Sakar Davíð um að grafa undan forystu Sjálfstæðisflokksins

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur með ummælum sínum grafið undan forystu Sjálfstæðisflokksins að mati þingmanns flokksins. Menntamálaráðherra segir eðlilegt að meintar hljóðupptökur af samræðum Davíðs við ráðherra ríkistjórnarinnar verði gerðar opinberar.

Mun sakna Bjarna Ben úr stóli stjórnarformanns

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segist eiga eftir að sakna Bjarna Benediktssonar úr stóli stjórnarformanns fyrirtækisins. „Við erum búnir að vinna náið saman í níu ár og það er sjónarsviptur af honum úr stjórninni," segir Bjarni.

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar yfir manni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku sem gætti barna hans á kosninganótt aðfaranótt 13. maí 2007. Maðurinn skal sæta fangelsi í tvö ár auk þess sem hann skal griða stúlkunni 750 þúsund krónur í miskabætur.

Hæstiréttur staðfestir dauð og ómerk ummæli um Magnús

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms í meiðyrðarmáli Magnúsar Ragnarssonar fyrrum sjónvarpsstjóra Skjás eins gegn 365 miðlum ehf. Ummælin birtust í tveimur blöðum félagsins, DV og Fréttablaðinu undir fyrirsögnunum „Maggi glæpur“ og „Geðþekkur geðsjúklingur“.

18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri stúlku

Hæstiréttur dæmdi í dag Sveinbjörn R. Auðunsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára fatlaðri stúlku. Hann var ákærður fyrir að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegra annmarka og líkamlegrar fötlunar.

Segir nýja fjárlagafrumvarpið djarft

Valgerður Sverrisdóttir formaður framsóknarflokksins segir nýtt fjárlagafrumvarp ríkissjórnarinnar vera djarft. Hún segir greinilegt að eitthvað meira sé í pípunum og nefnir orðróm um að fara eigi inn í búvörulögin og lækka laun bænda. Hún segir alvarlegast að verið sé að auka álögur á launafólk.

Útför Rúnars Júlíussonar í beinni útsendingu á Vísi

Útför Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns fer fram frá Keflavíkurkirkju á morgun. Sýnt verður frá útförinni í beinni útsendingu á Vísi. Eins og fram hefur komið verður einnig sýnt beint frá athöfninni í Fríkirkjunni í Reykjavík og í Duus-húsum í Keflavík.

Slippgata mun liggja frá Geirsgötu að Seljavegi

Borgarráð hefur samþykkt tillögu nafnanefndar Reykjavíkurborgar um nafngiftir nýrra gatna á slippasvæðinu. Tillagan gerir ráð fyrir að svonefnd Slippagata liggi frá Geirsgötu að Seljavegi.

Sparnaður mun samsvara rafmagnsnotkun Rúmena

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að hefðbundnar ljósaperum, svokallaðar glóperur, verði bannaðar og að þeim verði á næstu árum skipt út fyrir sparperur og aðra ljósgjafa sem nota minni orku.

Gefur til góðgerðamála í stað þess að senda jólakort

Þeir sem búast við jólakorti frá umhverfisráðuneytinu verða fyrir vonbrigðum þetta árið. Ráðuneytið hefur ákveðið að verja andvirði jólakortanna til góðgerðarmála og hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir, ráðherra, þegar afhent forsvarsmönnum Hugarafls og Geysi peningagjafir og fékk hvort félag hundrað þúsund krónur að gjöf.

Snörpum vindhviðum og mikilli úrkomu spáð

Veðurstofa Íslands spáir slæmu veðri seinni hluta dagsins með snörpum vindhviðum fram eftir kvöldi. Búast má við að vindur færist í aukana upp úr klukkan 15 í Vestmannaeyjum og færist svo hratt suðvestur og vestur yfir landið með mikilli úrkomu, fyrst rigningu og síðar snjókomu.

Upplausn í störfum Alþingis

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kallar eftir auknu skipulagi í störfum Alþingis. Hann segir hálfgerða upplausn hafi einkennt störf þess undanfarið.

Vilja tafarlausa rannsókn á falli Glitnis

Um 40 til 50 manns komu saman í dag fyrir utan húsnæði Ríkissaksóknara þar sem yfirtöku ríkisins á Glitni á sínum tíma var mótmælt. Að sama tilefni var lögð fram krafa frá Röddum fólksins þar sem Ríkissaksóknari er beðinn um tafarlausa rannsókn á falli Glitnis á grundvelli tíunda kafla hegningarlaga. Tilkynning hópsins er svohljóðandi:

Vilja nýsköpunarmiðstöð í Elliðaárdal

Borgarráð samþykkti á fundi í dag tillögu Samfylkingarinnar um að fela borgarstjóra að að kanna mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að þeirri hugmynd að komið verði upp tímabundnu nýsköpunarsetri í Toppstöðinni í Elliðaárdal.

Siðareglur lagðar fram í borgarráði

Tillögur að siðareglum fyrir borgarfulltrúa voru lagðar fram á fundi borgarráðs í dag. Samkvæmt þeim eiga kjörnir fulltrúar að forðast hagsmunaárekstra og gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar.

Jakar gengu yfir þjóðveginn við Klaustur

Ryðja þurfti ís af þjóðveginum við Kirkjubæjarklaustur í morgun eftir að Skaftá flæddi yfir bakka sína. Hlýtt var á svæðinu í gær og hlánaði með þeim afleiðingum að hækkaði í ánni og íshella brotnaði. Mikill ís barst niður ána og stíflaði rennsli undir Skaftárbrú með þeim afleiðingum að jakarnir gengu yfir veginn og ruddu meðal annars niður umferðarskilti.

Gúmmístígvél með gistinóttinni í Feneyjum

Hóteleigendur í Feneyjum hafa fundið upp á nýstárlegri leið til að laða til sín ferðamenn eftir að mikil flóð þar í byrjun mánaðarins. Samtök hóteleigenda bjóða nú upp á sérstakan „Flóð í Feneyjum" pakka, þar sem gistinóttin kostar 190 evrur, og frí gúmmístígvél og kort yfir þurrar gönguleiðir í borginni fylgja með í kaupbæti. Yfirborð sjávar á svæðinu í byrjun mánaðarins hækkaði um rúman einn og hálfan meter, og hefur ekki verið hærra í fjörtíu ár.

Ellefu þúsund aldraðir áttu hlutabréf í bönkunum

Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók þátt í umræðu utan dagskrár um peningamarkaðssjóði viðskiptabankanna í dag. Þar benti hann á að margir ættu um sárt að binda eftir fall bankanna.

Blóðugt niðurskurðarfrumvarp

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er blóðugt niðurskurðarfrumvarp, að mati Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna.

Kreppan má ekki koma í veg fyrir lausnir í loftslagsmálum

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir fjármálakreppuna í heiminum ekki mega koma í veg fyrir að mörkuð verði stefna í loftslagsmálum fyrir komandi kynslóðir. Tillögur að nýjum loftslagssamningi eru nú ræddar á fundi Sameinuðu þjóðanna.

Fangar yfirheyrðir vegna andlátstilkynningar

Lögreglumaður frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi er nú staddur í fangelsinu á Litla-Hrauni til að taka skýrslur af föngum vegna falskrar dánartilkynningar í Morgunblaðinu í gær.

Versnandi veður

Versnandi veður af suðaustri er nú í aðsigi á landinu sunnan og vestanverðu, þar á meðal í höfuðborginni. Spáð er að veðrið verði verst um níuleytið í kvöld og má búast við vindhraða allt að 28 metrum á sekúndu. Hviður í námunda við fjöll kunna að slá í allt að 50 metrum á sekúndu, til að mynda á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli á Snæfellsnesi og víðar.

Atlantsolía lækkar eldsneytið

Atlantsolía hefur lækkað verð á bensíni um tvær krónur og á díselolíu um 0,50 krónu. Díselolíá hefur því lækkað um 4 krónur á einum sólarhring en í gær lækkaði félagið um 3,5 krónur.

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Belgíu

Lögregla í Belgíu handtók í dag fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Þrír þeirra eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja árás í Belgíu.

Fulltrúar allra flokka komi að ráðningu sérstaks saksóknara

Fulltrúar allra flokka á Alþingi munu koma að ráðningu sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka grun um refisverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við bankahrunið. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar formanns VG.

Dæmdar fyrir að misþyrma kynsystur sinni

Þrjá stúlkur allar innan við tvítugt voru dæmdar í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun fyrir hrottalega árás á jafnöldru sína. Meðal annars stungu þær sígarettu í líkama hennar og neyddu hana til að borða sígarettuna.

ESB býr sig undir aðildarumsókn Íslands

Viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu hafist strax eftir áramótin ákveði Íslendingar að sækja um. Þetta sagði stækkunarstjóri sambandsins við fréttamenn fyrir leiðtogafund í Brussel í morgun.

Útilokar ekki frekari skattahækkanir

Nú rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi í Alþingishúsinu þar sem fjárlagafrumvarpið var kynnt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen ræddu við fjölmiðla. Geir útilokaði ekki að skattar yrðu hækkaðir frekar en samkvæmt frumvarpinu verður tekjuskattur hækkaður um 1 prósentustig.

Tekjuskattur verður hækkaður um eitt prósentustig

Tekjuskattur hækkar um 1 prósentustig auk heimildar til hækkunar á útsvari. Með þessum og fleiri aðgerðum mun halli ríkissjóðs verða 165 – 170 milljarðar króna en hefði að óbreyttu geta orðið u.þ.b. 215 milljarðar.

N1 lækkar verð á sjö þúsund vörutegundum

Olíufélagið N1 hefur lækkað verð á yfir sjö þúsund vörutegundum hjá sér í morgun auk þess sem eldsneytisverð hjá fyrirtækinu hefur enn einu sinni lækkað. Lækkanirnar ná að sögn til fjölmargra vöruflokka en bensínlítrinn lækkaði um tvær krónur í morgun og dísellítrinn lækkaði um fjórar krónur.

Allt að 30 manns áttu upphaflega að ráðast á Mumbai

Lögregla á Indlandi telur að allt að 30 manns hafi upphaflega hlotið þjálfun á vegum Lashkar-e-Taiba-hryðjuverkasamtakanna með það fyrir augum að fremja umfangsmikil hryðjuverk í indversku borginni Mumbai.

Grikkir munu ekki trúa skýringum um slysaskot

Grískur almenningur mun ekki taka þá skýringu trúanlega, að hinn 15 ára gamli Alex Grigoropoulos hafi látist af völdum viðvörunarskots lögreglu sem endurkastaðist í hann.

Þýskir dýragarðar deila um Knút

Ísbjörninn Knútur er orðinn bitbein tveggja dýragarða í Þýskalandi. Annars vegar er þar um að ræða núverandi heimili Knúts, dýragarðinn í Berlín, en hins vegar krefst dýragarðurinn í borginni Neumünster í Norður-Þýskalandi þess að fá björninn afhentan

Fyrstu þingkosningar í 443 ár

Íbúar Ermarsundseyjarinnar Sark gengu til kjörklefanna í gær og kusu sér nýtt þing. Þetta væri ef til vill ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að þetta eru fyrstu kosningarnar þar í 443 ár, eða síðan Elísabet I Englandsdrottning

Sjá næstu 50 fréttir