Innlent

Um 130 aðstoðarbeiðnir vegna óveðurs

Um 130 beiðnir um aðstoð bárust samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð vegna óveðursins í kvöld. Ekki bárust tilkynningar um slys á fólki en nokkuð var um tjón í stærri kantinum eins og skemmdir á þökum og bifreiðum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Björgunarsveitir voru kallaðar út á Suðurlandi, Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og á Snæfellsnesi. Þegar mest var, voru um 200 björgunarsveitarmenn við störf og heftu þeir girðingar, þök og trampólín auk þess að birgja fyrir glugga og aðstoða vegfarendur vegna ófærðar. Einnig voru lögreglumenn, slökkvilið og starfsmenn áhaldahúsa við störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×