Innlent

Fulltrúar allra flokka komi að ráðningu sérstaks saksóknara

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/SJ

Fulltrúar allra flokka á Alþingi munu koma að ráðningu sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka grun um refisverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við bankahrunið. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar formanns VG.

Björn segir að embættið verði auglýst með tveggja vikna umsóknarfresti og í framhaldi af því mun hann fara fram á það við allsherjarnefnd þingsins að einn fulltrúi frá hverjum flokki fari yfir umsóknirnar þannig að sem best sátt náist um ráðninguna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×