Innlent

Ökukennari í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Haukur Helgason ökukennari var í dag dæmdur í héraðsdómi í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum drengjum að sögn verjanda hans, Helga Jóhannessonar.

Vísir flutti fréttir af málinu í vor og greindi frá því að sex drengir, á aldrinum fjórtan til sautján ára, hafi kært Hauk til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Þeir voru allir nemendur Hauks í ökunámi, þeir eldri að læra á bíl en þeir yngri á skellinöðru.

Í framhaldinu greindi Vísir frá því að kennarinn hafi farið úr landi og var hann búsettur í Svíþjóð á þeim tíma.








Tengdar fréttir

Grunaður ökukennari farinn úr landi og hættur að kenna

Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir að ökukennarinn sem grunaður er um að hafa misnotað sex nemendur sína, drengi á aldrinum 14 - 17 ára, sé farinn úr landi og hættur að kenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×