Erlent

Allt að 30 manns áttu upphaflega að ráðast á Mumbai

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Taj Mahal-hótelið í ljósum logum.
Taj Mahal-hótelið í ljósum logum.

Lögregla á Indlandi telur að allt að 30 manns hafi upphaflega hlotið þjálfun á vegum Lashkar-e-Taiba-hryðjuverkasamtakanna með það fyrir augum að fremja umfangsmikil hryðjuverk í indversku borginni Mumbai.

Tíu árásarmenn frömdu ódæðisverkin og urðu tæplega 200 manns að bana í lok nóvember. Rannsókn málsins hefur nú leitt í ljós að stjórnandi aðgerða var Zarrar Shah, háttsettur maður innan samtakanna, og stýrði hann mönnum sínum gegnum netsímaþjónustu sem gerir það nær ókleift að hlera símtöl eða rekja þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×