Innlent

Mun sakna Bjarna Ben úr stóli stjórnarformanns

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segist eiga eftir að sakna Bjarna Benediktssonar úr stóli stjórnarformanns fyrirtækisins. „Við erum búnir að vinna náið saman í níu ár og það er sjónarsviptur af honum úr stjórninni," segir Bjarni.

Hann segir að Bjarni hafi gefið sér þær skýringar að hann ætli að einhenda sér í pólitíkina af fullum þunga. „Og það er kannski meira kallað eftir stjórnmálamönnum en oft áður. Þannig að honum finnst hann ekki geta skipt kröftunum," segir Hermann. Hermann segir að rekstrarstaða N1 sé góð og hún hafi alls ekki gefið Bjarna tilefni til að víkja úr stjórn.

Hermann segist vona að Bjarni taki sæti ráðherra. „Þeir gætu mjög vel nýtt hans krafta. Bjarni er óvenjulega vel gerður maður og hefur ótrúlega hæfileika til að sjá samhengi hlutanna," segir Hermann. Hann bætir því við að Bjarni gæti vel tekist á við ráðherraembætti.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×