Fleiri fréttir Misræmi í fullyrðingum Björgvins og aðstoðarmanna Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og aðstoðarmenn hans greinir verulega á um þegar kemur að málefnum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG og gamla Glitnis. 10.12.2008 20:53 Breytingar á mótmælum - Þögn í 17 mínútur Engar ræður verða fluttar á mótmælunum á Austurvelli næstkomandi laugardag. Þess í stað verður fólk hvatt til að líta til Alþingishússins, lúta höfði og hafa þögn í nákvæmlega 17 mínútur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Torfasyni. 10.12.2008 22:59 Obama krefur ríkisstjóra um afsögn Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, leggur hart að Rod Blagojevich, fylkisstjóra Illinois, að láta af embætti. Talsmaður Obama, Robert Gibbs, segir mikilvægt að fylkisstjórinn segi af sér því við núverandi aðstæður geti hann ekki sinnt starfi sínu og þjónað íbúum Illinois-ríkis. Blagojevich neitar að segja af sér. 10.12.2008 21:35 Vinnubrögð Sigrúnar Elsu og Sóleyjar sérkennileg Óskar Bergsson, formaður framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkur, segir að sér komi á óvart á að sama tíma og meirihlutinn í borgarstjórn bjóði minnihlutanum upp á að vinna að fjárhagsætlun með sér skuli fulltrúar minnihlutans rísa upp í miðri vinnu og gefa út yfirlýsingu líkt og gert var í dag. 10.12.2008 20:09 ESB-aðild skipti sköpum fyrir Svía Íslenska bankakreppan er mun alvarlegri og dýpri en sú sem Svíar gengu í gegnum í byrjun síðasta áratugar að mati Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann segir að Evrópusambandsaðild hafi skipt sköpum fyrir Svía til að vinna bug á kreppunni. 10.12.2008 19:45 Líknardráp sýnt í bresku sjónvarpi í kvöld Bresk sjónvarpsstöð ætlar í kvöld að sýna líknardráp. Það hefur vakið harðar deilur. Um er að ræða heimildarmynd sem sýnd verður á sjónvarpsstöðinni Sky Real Life í kvöld. 10.12.2008 19:30 Gætu þurft að borga 70 þúsund á ári til RÚV Fjögurra manna fjölskylda getur lent í þeirri stöðu að þurfa greiða um 70 þúsund krónur á ári til Ríkisútvarpsins samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. 10.12.2008 19:26 Sérákvæði mun reyna á samningamenn í aðildarviðræðum Evrópusambandið endurskoðar sjávarútvegsstefnu sína, sem meðal annars á að færa aðildaríkjunum meiri stjórn. Horft er til reynslu Íslendinga og Norðmanna af fiskveiðistjórnunarkerfum. 10.12.2008 19:21 Iðnnám er komið í tísku Metaðsókn er í kreppunni í stærstu iðnskóla landsins. 1350 nemar innrituðust í Verkmenntaskólann á Akureyri síðastliðið haust og höfðu þeir aldrei verið fleiri. En það var þó fyrir kreppu og fækkar alla jafna á vorönn. En nú er öldin önnur. 10.12.2008 18:49 Átök í Grikklandi Eldsprengjum var kastað að lögreglu þegar mörg þúsund Grikkir komu saman við þinghúsið í Aþenu í dag og kröfðust afsagnar stjórnvalda. 10.12.2008 18:46 Halli á endurskoðuðum fjárlögum 150 milljarðar Halli á endurskoðuðum fjárlögum næsta árs verður um 150 milljarðar króna. Búist er við að umfangsmikill niðurskurður verður kynntur á morgun. 10.12.2008 18:38 Þremur bjargað úr Akstaðaá Þremur karlmönnum var fyrir stundu bjargað úr bifreið sem sat föst í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Mennirnir gátu hringt eftir aðstoð og fengu þeir fyrirmæli að halda kyrru fyrir í bílnum þar til aðstoð bærist, sem þeir og gerðu. 10.12.2008 18:13 Vilja mannaflsfrekar framkvæmdir Stjórn Stéttarfélags Vesturlands lýsir yfir þungum áhyggjum af hratt versnandi atvinnuástandi á félagssvæði sínu. Stjórnin vill að ríkisstjórnin ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir. 10.12.2008 17:59 Rannsókn lögreglu á amfetamínverksmiðju gengur vel Rannsókn á amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði gengur að sögn lögreglu vel. Þrír karlar sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins en tveir þeirra afplána nú dóma vegna annarra mála og sá þriðji er laus úr haldi. 10.12.2008 17:48 Leikskólakennarar neyðast til að skrifa undir Félag leikskólakennara og launanefnd sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Samkomulagið felur í sér 20.300 króna hækkun grunnlauna. Félag tónlistarkennara skrifaði einnig undir samskonar samning í gær. 10.12.2008 17:44 Andlátstilkynning kærð til lögreglu Fangelsismálastofnun hefur kært andlátstilkynningu sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í blaðinu er sagt frá andláti Hákons Rúnars Jónssonar og hann sagður hafa látist eftir langvarandi veikindi og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikningingsnúmer. 10.12.2008 17:17 Fleiri horfa á fréttir Stöðvar 2 en RÚV - aðra vikuna í röð Fréttir Stöðvar 2 eru með meira áhorf en fréttir RÚV vikuna 1. til 7. desember. Þetta er önnur vikan í röð sem fréttir Stöðvar 2 mælast hærri en fréttir RÚV. 10.12.2008 16:45 Alþingi samþykkir breytingar á húsnæðismálalögum Samþykkt hefur verið á Alþingi frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um breytingu á lögum um húsnæðismál. Lögin veita heimild fyrir því að lengja lánstíma lána vegna greiðsluerfiðleika í allt að 30 ár í stað 15 ára og hámarkslánstími hjá Íbúðarlánasjóði er lengdur úr 55 árum í 70 ár. 10.12.2008 16:11 Krefjast réttlætis vegna peningamarkaðssjóða Baráttuhópur sem berst fyrir því að fá tap sitt í peningabréfum Landsbanka bætt, hefur opnað vefsíðuna www.rettlaeti.is. Meðlimir hópsins, sem eru um fimm hundruð talsins, krefjast þess að innistæður þeirra séu tryggðar líkt og annarra sparifjáreigenda. Þeir hafa gefið stjórnvöldum frest til fimmtánda desember til að koma til viðræðna við sig um úrbætur. Að öðrum kosti verði gripið til aðgerða. 10.12.2008 16:11 Fullyrða að ekki sé forgangsraðað í þágu mannaflsfrekra framkvæmda Meirihluti borgarstjórnar vinnur ekki eftir þeirri yfirlýstu stefnu sinni að nýta fyrirhugaða 6 milljarða lántöku borgarinnar í mannaflsfrekar framkvæmdir til að styðja við atvinnustig. Þetta segja Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. 10.12.2008 16:00 Velferðasvið og SÁÁ undirrita samning um búsetuúrræði Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samning við SÁÁ vegna búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi við áfengis- og vímuefnaneytendur í bata. Stella Kr. Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samninginn í dag. 10.12.2008 15:53 Fríkirkjan sjónvarpar frá útför Rúnars Júlíussonar Útför Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns verður sýnd í beinni í Fríkirkjunni í Reykjavík og í Duus-húsum í Reykjanesbæ. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur segist telja að um nýbreytni sé að ræða. 10.12.2008 15:34 Hræðast notkun hryðjuverkamanna á Google Earth Grunur leikur á að hryðjuverkamennirnir sem myrtu tæplega 200 manns og særðu fleiri hundruð í Mumbai í síðasta mánuði hafi notað Google Earth forritið til að skipuleggja árásirnar. 10.12.2008 15:26 Halldór móti tillögur um aðstoð til Íslendinga Samstarfsráðherrar Norðurlandanna hafa ákveðið að fela Halldóri Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, að móta tillögur um aðgerðir sem eiga að koma Íslendingum til aðstoðar í þeirri fjármálakreppu sem nú stendur yfir. Þetta var ákveðið á fundi ráðherranna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í dag. 10.12.2008 14:52 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast að lögreglumönnum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast tvívegis að lögreglumönnum. 10.12.2008 14:34 Björgvin vissi ekki um eignarhlut Baldurs í Landsbankanum Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu gerði Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra ekki grein fyrir því að hann væri hluthafi í Landsbankanum áður en hann sat fund ásamt viðskiptaráðherra með Alistair Darling fjármálaráðherra Breta. 10.12.2008 14:25 Flestir treysta Jóhönnu Flestir Íslendinga, eða 64%, segjast bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem unnin var af MMR. 10.12.2008 14:03 Eru til upptökur af viðvörun Davíðs til ráðherra? Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar, segir ljóst að Davíð Oddsson seðlabankastjóri verði að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi samtöl hans við ráðherra í ríkisstjórninni. Á fundi viðskiptanefndar sagðist Davíð hafa varað ráðherra við að núll prósent líkur væru á því að bankarnir myndu lifa af í aðsteðjandi erfiðleikum. Þessi viðvörun gæti hafa verið hljóðrituð. 10.12.2008 13:48 Þrettán þúsund króna hrekkur í Morgunblaðinu Það kostar rúmar 13 þúsund krónur að fá dánartilkynningu birta í Morgunblaðinu, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, auglýsingastjóri blaðsins. Í morgun birtist tilkynning um að Hákon Rúnar Jónsson væri látinn. 10.12.2008 13:23 Hommakossar bannaðir á besta tíma Samkynhneigðir og mannréttindafrömuðir eru æfir yfir þeirri ákvörðun ítalska ríkissjónvarpsins RAI að ritskoða myndina Brokeback Mountain. 10.12.2008 13:01 Viðgerð lokið hjá Vodafone Viðgerð er lokið á GSM kerfi Vodafone og GSM samband er því aftur komið í eðlilegt horf á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Vodafone var beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem truflanirnar kunni að hafa valdið. 10.12.2008 12:49 Ófært að miða hlunnindaskatt miðað vð bílverð í dag Það er algjörlega ófært og í andstöðu við stefnu ríkisstjórnar, um að koma til móts við heimilin í landinu, að uppreikna hlunnindaskatt af bifreiðum miðað við verðlista bifreiðaumboðana eins og hann er í dag. Þetta segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, 10.12.2008 12:19 Fregnir af andláti fanga stórlega ýktar Undarlegt mál er komið upp í fangelsinu á Litla - Hrauni en í Morgunblaðinu í dag er sagt frá andláti Hákons Rúnars Jónssonar, refsifanga. Hákon er sagður hafa látist eftir langvarandi veikindi og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikningingsnúmer. Þetta kom forsvarsmönnum Litla - Hrauns í opna skjöldu enda amar ekkert að Hákoni. 10.12.2008 12:01 Útilokar ekki formannsframboð Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra, útilokar ekki framboð til formanns á flokksþingi sem fram fer í janúar. 10.12.2008 11:22 Kólerufaraldurinn breiðist út í Simbabve 774 eru nú látnir í kólerufaraldrinum sem nú geisar í Simbabve. Þetta er mat Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem segir að tala látinna hækki nú dag frá degi. Talskona stofnunarinnar segir að útbreiðsla veikinna verði æ ljósari með hverjum degi en í gær var gefið út að 589 væru látnir. 10.12.2008 10:56 Skilorð fyrir að skalla mann í andlitið Karlmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla annan mann í andlitið svo af hlaust opinn skurður sem náði inn að beini. Héraðsdómur Suðurlands koms að þessari niðurstöðu og tekur dómurinn mið af því að tæp tvö ár eru liðin frá atvikinu og auk þess var skýrsla ekki tekin af hinum ákærða fyrr en einu ári eftir árásina. Ákæran var síðan ekki gefin út fyrr en tæpum tveimur árum eftir árásina og var sá dráttur sem orðið hefur á málsmeðferð ekki skýrður af ákæruvaldinu. 10.12.2008 10:46 Klukkan á Lækjartorgi komin aftur Undanfarinn mánuð hafa margir saknað klukkunnar á Lækjartorgi sem sett hefur svip sinn á bæinn síðan árið 1929. Ekið var á klukkuna í sumar með þeim afleiðingum að hún stöðvaðist og var hún tekin niður í byrjun nóvember og sett í viðgerð. Nú er klukkan komin á sinn gamla stað, ný máluð og með gangverkið í lagi. 10.12.2008 10:45 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína Liðlega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína inni á salerni að heimili þeirra, gripið um hálsinn á henni, þrengt að og þrýst henni ofan i baðkarið með þeim afleiðingum að hún hlaut 10.12.2008 10:35 Bílasala hrunin Þrjátíu og tvö ökutæki voru nýskráð í fyrstu vinnuviku desembermánaðar í ár en á sama tímabili í fyrra voru þau 471. Hlutfall nýskráðra ökutækja í þessari viku er því aðeins 6,8% af þeim fjölda sem var nýskráður á sama tíma í fyrra. 10.12.2008 10:28 Ísland einn af vinsælustu ferðamannastöðunum 2009 Ísland verður einn af vinsælustu ferðamannastöðum næsta árs að mati breska blaðsins Times. Mikill áhugi sé á landinu eftir að kreppan skall á. Á Google hafi leit að ferðum til Íslands til dæmis aukist um sextíu prósent á síðustu tveimur mánuðum, og megnið af umferðinni sé komin frá Bretlandi. 10.12.2008 10:18 Neysluútgjöld hækkuðu um 7,7% Neysluútgjöld á heimili árin 2005-2007 hafa hækkað um 7,7% frá tímabilinu 2004-2006 og voru tæpar 396 þúsund krónur á mánuði, eða 165 þúsund krónur á mann. 10.12.2008 09:42 Aflaverðmæti Ingunnar AK losar milljarð króna Fjölveiðiskipið Ingunn AK sem er í eigu HB Granda er búið að veiða síldarkvóta sinn á þessu ári og losar aflaverðmætið einn milljarð króna. 10.12.2008 08:12 Notar Saddam til að auglýsa kryddaða kjúklingavængi Veitingahús í borginni Shenyang í Kína notar nú mynd af Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Írak til að auglýs sérrétt sinn sem eru kryddaðir kjúklingavængir. 10.12.2008 07:46 Bóndi brenndi korn til að svæla út mýs Eldur sást við bæinn Hvamm í Eyjafirði, við þjóðveginn á milli Akureyrar og Dalvíkur, um miðnæturbil og hélt lögregla þegar á vettvang. 10.12.2008 07:40 Vísbendingar um íkveikju á Reyðarfirði Lögregla telur sterkar vísbendingar um að kveikt hafi verið í parhúsi á Reyðarfirði aðfararnótt mánudags. Þar svaf einn maður en nágrannar vöknuðu upp , kölluðu á slökkvilið og vöktu manninn. 10.12.2008 07:39 Sjá næstu 50 fréttir
Misræmi í fullyrðingum Björgvins og aðstoðarmanna Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og aðstoðarmenn hans greinir verulega á um þegar kemur að málefnum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG og gamla Glitnis. 10.12.2008 20:53
Breytingar á mótmælum - Þögn í 17 mínútur Engar ræður verða fluttar á mótmælunum á Austurvelli næstkomandi laugardag. Þess í stað verður fólk hvatt til að líta til Alþingishússins, lúta höfði og hafa þögn í nákvæmlega 17 mínútur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Torfasyni. 10.12.2008 22:59
Obama krefur ríkisstjóra um afsögn Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, leggur hart að Rod Blagojevich, fylkisstjóra Illinois, að láta af embætti. Talsmaður Obama, Robert Gibbs, segir mikilvægt að fylkisstjórinn segi af sér því við núverandi aðstæður geti hann ekki sinnt starfi sínu og þjónað íbúum Illinois-ríkis. Blagojevich neitar að segja af sér. 10.12.2008 21:35
Vinnubrögð Sigrúnar Elsu og Sóleyjar sérkennileg Óskar Bergsson, formaður framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkur, segir að sér komi á óvart á að sama tíma og meirihlutinn í borgarstjórn bjóði minnihlutanum upp á að vinna að fjárhagsætlun með sér skuli fulltrúar minnihlutans rísa upp í miðri vinnu og gefa út yfirlýsingu líkt og gert var í dag. 10.12.2008 20:09
ESB-aðild skipti sköpum fyrir Svía Íslenska bankakreppan er mun alvarlegri og dýpri en sú sem Svíar gengu í gegnum í byrjun síðasta áratugar að mati Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann segir að Evrópusambandsaðild hafi skipt sköpum fyrir Svía til að vinna bug á kreppunni. 10.12.2008 19:45
Líknardráp sýnt í bresku sjónvarpi í kvöld Bresk sjónvarpsstöð ætlar í kvöld að sýna líknardráp. Það hefur vakið harðar deilur. Um er að ræða heimildarmynd sem sýnd verður á sjónvarpsstöðinni Sky Real Life í kvöld. 10.12.2008 19:30
Gætu þurft að borga 70 þúsund á ári til RÚV Fjögurra manna fjölskylda getur lent í þeirri stöðu að þurfa greiða um 70 þúsund krónur á ári til Ríkisútvarpsins samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. 10.12.2008 19:26
Sérákvæði mun reyna á samningamenn í aðildarviðræðum Evrópusambandið endurskoðar sjávarútvegsstefnu sína, sem meðal annars á að færa aðildaríkjunum meiri stjórn. Horft er til reynslu Íslendinga og Norðmanna af fiskveiðistjórnunarkerfum. 10.12.2008 19:21
Iðnnám er komið í tísku Metaðsókn er í kreppunni í stærstu iðnskóla landsins. 1350 nemar innrituðust í Verkmenntaskólann á Akureyri síðastliðið haust og höfðu þeir aldrei verið fleiri. En það var þó fyrir kreppu og fækkar alla jafna á vorönn. En nú er öldin önnur. 10.12.2008 18:49
Átök í Grikklandi Eldsprengjum var kastað að lögreglu þegar mörg þúsund Grikkir komu saman við þinghúsið í Aþenu í dag og kröfðust afsagnar stjórnvalda. 10.12.2008 18:46
Halli á endurskoðuðum fjárlögum 150 milljarðar Halli á endurskoðuðum fjárlögum næsta árs verður um 150 milljarðar króna. Búist er við að umfangsmikill niðurskurður verður kynntur á morgun. 10.12.2008 18:38
Þremur bjargað úr Akstaðaá Þremur karlmönnum var fyrir stundu bjargað úr bifreið sem sat föst í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Mennirnir gátu hringt eftir aðstoð og fengu þeir fyrirmæli að halda kyrru fyrir í bílnum þar til aðstoð bærist, sem þeir og gerðu. 10.12.2008 18:13
Vilja mannaflsfrekar framkvæmdir Stjórn Stéttarfélags Vesturlands lýsir yfir þungum áhyggjum af hratt versnandi atvinnuástandi á félagssvæði sínu. Stjórnin vill að ríkisstjórnin ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir. 10.12.2008 17:59
Rannsókn lögreglu á amfetamínverksmiðju gengur vel Rannsókn á amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði gengur að sögn lögreglu vel. Þrír karlar sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins en tveir þeirra afplána nú dóma vegna annarra mála og sá þriðji er laus úr haldi. 10.12.2008 17:48
Leikskólakennarar neyðast til að skrifa undir Félag leikskólakennara og launanefnd sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Samkomulagið felur í sér 20.300 króna hækkun grunnlauna. Félag tónlistarkennara skrifaði einnig undir samskonar samning í gær. 10.12.2008 17:44
Andlátstilkynning kærð til lögreglu Fangelsismálastofnun hefur kært andlátstilkynningu sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í blaðinu er sagt frá andláti Hákons Rúnars Jónssonar og hann sagður hafa látist eftir langvarandi veikindi og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikningingsnúmer. 10.12.2008 17:17
Fleiri horfa á fréttir Stöðvar 2 en RÚV - aðra vikuna í röð Fréttir Stöðvar 2 eru með meira áhorf en fréttir RÚV vikuna 1. til 7. desember. Þetta er önnur vikan í röð sem fréttir Stöðvar 2 mælast hærri en fréttir RÚV. 10.12.2008 16:45
Alþingi samþykkir breytingar á húsnæðismálalögum Samþykkt hefur verið á Alþingi frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um breytingu á lögum um húsnæðismál. Lögin veita heimild fyrir því að lengja lánstíma lána vegna greiðsluerfiðleika í allt að 30 ár í stað 15 ára og hámarkslánstími hjá Íbúðarlánasjóði er lengdur úr 55 árum í 70 ár. 10.12.2008 16:11
Krefjast réttlætis vegna peningamarkaðssjóða Baráttuhópur sem berst fyrir því að fá tap sitt í peningabréfum Landsbanka bætt, hefur opnað vefsíðuna www.rettlaeti.is. Meðlimir hópsins, sem eru um fimm hundruð talsins, krefjast þess að innistæður þeirra séu tryggðar líkt og annarra sparifjáreigenda. Þeir hafa gefið stjórnvöldum frest til fimmtánda desember til að koma til viðræðna við sig um úrbætur. Að öðrum kosti verði gripið til aðgerða. 10.12.2008 16:11
Fullyrða að ekki sé forgangsraðað í þágu mannaflsfrekra framkvæmda Meirihluti borgarstjórnar vinnur ekki eftir þeirri yfirlýstu stefnu sinni að nýta fyrirhugaða 6 milljarða lántöku borgarinnar í mannaflsfrekar framkvæmdir til að styðja við atvinnustig. Þetta segja Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. 10.12.2008 16:00
Velferðasvið og SÁÁ undirrita samning um búsetuúrræði Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samning við SÁÁ vegna búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi við áfengis- og vímuefnaneytendur í bata. Stella Kr. Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samninginn í dag. 10.12.2008 15:53
Fríkirkjan sjónvarpar frá útför Rúnars Júlíussonar Útför Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns verður sýnd í beinni í Fríkirkjunni í Reykjavík og í Duus-húsum í Reykjanesbæ. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur segist telja að um nýbreytni sé að ræða. 10.12.2008 15:34
Hræðast notkun hryðjuverkamanna á Google Earth Grunur leikur á að hryðjuverkamennirnir sem myrtu tæplega 200 manns og særðu fleiri hundruð í Mumbai í síðasta mánuði hafi notað Google Earth forritið til að skipuleggja árásirnar. 10.12.2008 15:26
Halldór móti tillögur um aðstoð til Íslendinga Samstarfsráðherrar Norðurlandanna hafa ákveðið að fela Halldóri Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, að móta tillögur um aðgerðir sem eiga að koma Íslendingum til aðstoðar í þeirri fjármálakreppu sem nú stendur yfir. Þetta var ákveðið á fundi ráðherranna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í dag. 10.12.2008 14:52
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast að lögreglumönnum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast tvívegis að lögreglumönnum. 10.12.2008 14:34
Björgvin vissi ekki um eignarhlut Baldurs í Landsbankanum Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu gerði Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra ekki grein fyrir því að hann væri hluthafi í Landsbankanum áður en hann sat fund ásamt viðskiptaráðherra með Alistair Darling fjármálaráðherra Breta. 10.12.2008 14:25
Flestir treysta Jóhönnu Flestir Íslendinga, eða 64%, segjast bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem unnin var af MMR. 10.12.2008 14:03
Eru til upptökur af viðvörun Davíðs til ráðherra? Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar, segir ljóst að Davíð Oddsson seðlabankastjóri verði að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi samtöl hans við ráðherra í ríkisstjórninni. Á fundi viðskiptanefndar sagðist Davíð hafa varað ráðherra við að núll prósent líkur væru á því að bankarnir myndu lifa af í aðsteðjandi erfiðleikum. Þessi viðvörun gæti hafa verið hljóðrituð. 10.12.2008 13:48
Þrettán þúsund króna hrekkur í Morgunblaðinu Það kostar rúmar 13 þúsund krónur að fá dánartilkynningu birta í Morgunblaðinu, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, auglýsingastjóri blaðsins. Í morgun birtist tilkynning um að Hákon Rúnar Jónsson væri látinn. 10.12.2008 13:23
Hommakossar bannaðir á besta tíma Samkynhneigðir og mannréttindafrömuðir eru æfir yfir þeirri ákvörðun ítalska ríkissjónvarpsins RAI að ritskoða myndina Brokeback Mountain. 10.12.2008 13:01
Viðgerð lokið hjá Vodafone Viðgerð er lokið á GSM kerfi Vodafone og GSM samband er því aftur komið í eðlilegt horf á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Vodafone var beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem truflanirnar kunni að hafa valdið. 10.12.2008 12:49
Ófært að miða hlunnindaskatt miðað vð bílverð í dag Það er algjörlega ófært og í andstöðu við stefnu ríkisstjórnar, um að koma til móts við heimilin í landinu, að uppreikna hlunnindaskatt af bifreiðum miðað við verðlista bifreiðaumboðana eins og hann er í dag. Þetta segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, 10.12.2008 12:19
Fregnir af andláti fanga stórlega ýktar Undarlegt mál er komið upp í fangelsinu á Litla - Hrauni en í Morgunblaðinu í dag er sagt frá andláti Hákons Rúnars Jónssonar, refsifanga. Hákon er sagður hafa látist eftir langvarandi veikindi og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikningingsnúmer. Þetta kom forsvarsmönnum Litla - Hrauns í opna skjöldu enda amar ekkert að Hákoni. 10.12.2008 12:01
Útilokar ekki formannsframboð Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra, útilokar ekki framboð til formanns á flokksþingi sem fram fer í janúar. 10.12.2008 11:22
Kólerufaraldurinn breiðist út í Simbabve 774 eru nú látnir í kólerufaraldrinum sem nú geisar í Simbabve. Þetta er mat Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem segir að tala látinna hækki nú dag frá degi. Talskona stofnunarinnar segir að útbreiðsla veikinna verði æ ljósari með hverjum degi en í gær var gefið út að 589 væru látnir. 10.12.2008 10:56
Skilorð fyrir að skalla mann í andlitið Karlmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla annan mann í andlitið svo af hlaust opinn skurður sem náði inn að beini. Héraðsdómur Suðurlands koms að þessari niðurstöðu og tekur dómurinn mið af því að tæp tvö ár eru liðin frá atvikinu og auk þess var skýrsla ekki tekin af hinum ákærða fyrr en einu ári eftir árásina. Ákæran var síðan ekki gefin út fyrr en tæpum tveimur árum eftir árásina og var sá dráttur sem orðið hefur á málsmeðferð ekki skýrður af ákæruvaldinu. 10.12.2008 10:46
Klukkan á Lækjartorgi komin aftur Undanfarinn mánuð hafa margir saknað klukkunnar á Lækjartorgi sem sett hefur svip sinn á bæinn síðan árið 1929. Ekið var á klukkuna í sumar með þeim afleiðingum að hún stöðvaðist og var hún tekin niður í byrjun nóvember og sett í viðgerð. Nú er klukkan komin á sinn gamla stað, ný máluð og með gangverkið í lagi. 10.12.2008 10:45
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína Liðlega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína inni á salerni að heimili þeirra, gripið um hálsinn á henni, þrengt að og þrýst henni ofan i baðkarið með þeim afleiðingum að hún hlaut 10.12.2008 10:35
Bílasala hrunin Þrjátíu og tvö ökutæki voru nýskráð í fyrstu vinnuviku desembermánaðar í ár en á sama tímabili í fyrra voru þau 471. Hlutfall nýskráðra ökutækja í þessari viku er því aðeins 6,8% af þeim fjölda sem var nýskráður á sama tíma í fyrra. 10.12.2008 10:28
Ísland einn af vinsælustu ferðamannastöðunum 2009 Ísland verður einn af vinsælustu ferðamannastöðum næsta árs að mati breska blaðsins Times. Mikill áhugi sé á landinu eftir að kreppan skall á. Á Google hafi leit að ferðum til Íslands til dæmis aukist um sextíu prósent á síðustu tveimur mánuðum, og megnið af umferðinni sé komin frá Bretlandi. 10.12.2008 10:18
Neysluútgjöld hækkuðu um 7,7% Neysluútgjöld á heimili árin 2005-2007 hafa hækkað um 7,7% frá tímabilinu 2004-2006 og voru tæpar 396 þúsund krónur á mánuði, eða 165 þúsund krónur á mann. 10.12.2008 09:42
Aflaverðmæti Ingunnar AK losar milljarð króna Fjölveiðiskipið Ingunn AK sem er í eigu HB Granda er búið að veiða síldarkvóta sinn á þessu ári og losar aflaverðmætið einn milljarð króna. 10.12.2008 08:12
Notar Saddam til að auglýsa kryddaða kjúklingavængi Veitingahús í borginni Shenyang í Kína notar nú mynd af Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Írak til að auglýs sérrétt sinn sem eru kryddaðir kjúklingavængir. 10.12.2008 07:46
Bóndi brenndi korn til að svæla út mýs Eldur sást við bæinn Hvamm í Eyjafirði, við þjóðveginn á milli Akureyrar og Dalvíkur, um miðnæturbil og hélt lögregla þegar á vettvang. 10.12.2008 07:40
Vísbendingar um íkveikju á Reyðarfirði Lögregla telur sterkar vísbendingar um að kveikt hafi verið í parhúsi á Reyðarfirði aðfararnótt mánudags. Þar svaf einn maður en nágrannar vöknuðu upp , kölluðu á slökkvilið og vöktu manninn. 10.12.2008 07:39